Innlent

Aldraðir reisa blokk í Kópavogi

Guðríður Arnardóttir. formaður bæjarráðs í Kópavogi, tók í gær fyrstu skóflustunguna að fyrsta fjölbýlishúsi Samtaka aldraðra í bænum.
Fréttablaðið/GVA
Guðríður Arnardóttir. formaður bæjarráðs í Kópavogi, tók í gær fyrstu skóflustunguna að fyrsta fjölbýlishúsi Samtaka aldraðra í bænum. Fréttablaðið/GVA
Tímamót urðu hjá Samtökum aldraðra fyrir helgi þegar tekin var skóflustunga að nýju fjölbýlishúsi á Kópavogstúni. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem samtökin byggja utan Reykjavíkur. Leitað var til bæjaryfirvalda í Kópavogi þar sem ekki náðist samkomulag um lóð sem aldraðir höfðu hug á við Skógarveg í Reykjavík. Nýja húsið á að afhendast í nóvember 2013. Það þykir frábærlega staðsett á svokölluðum Landspítalareit, rétt við hlið Hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar og í göngufæri við Sundlaug Kópavogs. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×