Níu þúsund Kínverjar ferðuðust til Íslands 28. janúar 2012 14:00 Nýárinu fagnað Ár drekans hófst í vikunni samkvæmt kínversku tímatali. Myndin er frá fagnaðarlátum í Peking síðasta miðvikudag.Nordicphotos/AFP Kínverskir ferðamenn sem heimsóttu Ísland á síðasta ári voru 8.784 talsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu á erlendum ferðamönnum í Leifsstöð. Fjölgun frá fyrra ári nemur 69,1 prósenti. Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Kína, segir fjölgunina ekki síst áhugaverða fyrir þær sakir að ekki sé beint flug milli Íslands og Kína. Þá séu ferðalög Kínverja til Evrópu ennþá að mestu takmörkuð við hópferðir vegna reglugerða um vegabréfsáritanir. „Ferðalög Kínverja til útlanda hafa hins vegar aukist mjög síðustu ár, eftir því sem hagvöxtur og kaupmáttur í landinu hefur aukist," segir Kristín. Mest segir hún Kínverja ferðast til nágrannalanda í Asíu, en þó fari stöðugt vaxandi vinsældir áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Því skipti miklu máli að marka sér stöðu á þessum stóra markaði og hægt að gera sér hugmyndir um að hann vaxi enn frekar. „Kínverjar eru núna um eitt prósent þeirra ferðamanna sem til Íslands koma, en nokkuð ljóst er að það hlutfall á eftir að aukast," segir Kristín og bendir á að margfeldisáhrif séu af þeim ferðamönnum sem koma aftur heim til Kína og bera landinu vel söguna. Þá gera hagspár einnig ráð fyrir því að hagvöxtur haldi áfram að aukast hröðum skrefum í Kína og þar með fjöldi þeirra sem ráð hafa á ferðalögum til útlanda. Annars telur Kristín að margar skýringar kunni að liggja að baki aukningunni á árinu 2011. „Næsta víst er að þar vegur þungt mjög mikil umfjöllun um Ísland og íslenska ferðaþjónustu í tengslum við þátttöku landsins í Heimssýningunni í Sjanghæ árið 2010. Síðan vöktu náttúrlega mikla athygli í Kína eldgosin tvö á Íslandi sama ár." Því þurfi ekki að vera að eldgosin hér hafi þann fælingarmátt sem margir hafi óttast, fremur að þau hafi ýtt undir áhuga á landinu. Kristín segir að samhliða aukinni eftirspurn og öflugu markaðsstarfi sem sendiráð Íslands í Peking standi að með Íslandsstofu og íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum hafi fjölgað nokkuð kínverskum ferðaskrifstofum sem bjóða ferðir hingað til lands. Meðal þess sem ráðist hefur verið í er útgáfa nýs kynningarefnis, ný heimasíða og kynning á ferðamálasýningum. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Kínverskir ferðamenn sem heimsóttu Ísland á síðasta ári voru 8.784 talsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu á erlendum ferðamönnum í Leifsstöð. Fjölgun frá fyrra ári nemur 69,1 prósenti. Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Kína, segir fjölgunina ekki síst áhugaverða fyrir þær sakir að ekki sé beint flug milli Íslands og Kína. Þá séu ferðalög Kínverja til Evrópu ennþá að mestu takmörkuð við hópferðir vegna reglugerða um vegabréfsáritanir. „Ferðalög Kínverja til útlanda hafa hins vegar aukist mjög síðustu ár, eftir því sem hagvöxtur og kaupmáttur í landinu hefur aukist," segir Kristín. Mest segir hún Kínverja ferðast til nágrannalanda í Asíu, en þó fari stöðugt vaxandi vinsældir áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Því skipti miklu máli að marka sér stöðu á þessum stóra markaði og hægt að gera sér hugmyndir um að hann vaxi enn frekar. „Kínverjar eru núna um eitt prósent þeirra ferðamanna sem til Íslands koma, en nokkuð ljóst er að það hlutfall á eftir að aukast," segir Kristín og bendir á að margfeldisáhrif séu af þeim ferðamönnum sem koma aftur heim til Kína og bera landinu vel söguna. Þá gera hagspár einnig ráð fyrir því að hagvöxtur haldi áfram að aukast hröðum skrefum í Kína og þar með fjöldi þeirra sem ráð hafa á ferðalögum til útlanda. Annars telur Kristín að margar skýringar kunni að liggja að baki aukningunni á árinu 2011. „Næsta víst er að þar vegur þungt mjög mikil umfjöllun um Ísland og íslenska ferðaþjónustu í tengslum við þátttöku landsins í Heimssýningunni í Sjanghæ árið 2010. Síðan vöktu náttúrlega mikla athygli í Kína eldgosin tvö á Íslandi sama ár." Því þurfi ekki að vera að eldgosin hér hafi þann fælingarmátt sem margir hafi óttast, fremur að þau hafi ýtt undir áhuga á landinu. Kristín segir að samhliða aukinni eftirspurn og öflugu markaðsstarfi sem sendiráð Íslands í Peking standi að með Íslandsstofu og íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum hafi fjölgað nokkuð kínverskum ferðaskrifstofum sem bjóða ferðir hingað til lands. Meðal þess sem ráðist hefur verið í er útgáfa nýs kynningarefnis, ný heimasíða og kynning á ferðamálasýningum. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent