Innlent

Jafnt hjá barnameistaranum

Friðrik og Nancy Íslandsmeistari að tafli. Fréttablaðið/GVA
Friðrik og Nancy Íslandsmeistari að tafli. Fréttablaðið/GVA
Skákdagur Íslands var haldinn í fyrsta sinn í gær. Stórmeistarinn Friðrik Ólafsson var heiðraður í tilefni dagsins, en Friðrik átti einmitt 77 ára afmæli. Margs konar uppákomur tengdar skák voru um allt land í tilefni dagsins, en meðal annars var athöfn á Bessastöðum þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fór í ávarpi yfir afrek Friðriks og áhrif hans á skákíþróttina og þjóðina alla. Að lokinni ræðu forseta tefldi Friðrik við Nancy Davíðsdóttur Íslandsmeistara barna. Skákinni lyktaði með jafntefli. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×