Alþjóðleg samvinna lykill að árangri Íslands 27. janúar 2012 06:00 Talið er að um þrettán prósent ónýttra náttúruauðlinda á borð við olíu og gas í heiminum í dag sé að finna á norðurslóðum. Lífríkið er afar viðkvæmt og hætta á umhverfisslysum vekur ugg. Nordicphotos/AFP Ísland verður að taka aukinn þátt í alþjóðlegri samvinnu um framtíð norðurslóða ætli íslensk stjórnvöld sér að hafa áhrif á öryggismál í þessum heimshluta í framtíðinni. Um þetta voru fyrirlesarar á fundi um borgaralegt öryggi og norðurslóðir sem haldinn var í gær sammála. Þó að friðsamlegt sé um að litast á norðurslóðum og stöðugleiki hafi ríkt þar lengi hafa þau ríki sem þar hafa ítök hug á að tryggja eigin hagsmuni vegna nýtingar á auðlindum og siglingarleiðum sem kunna að opnast, sagði Margrét Cela, doktorsnemi við Háskólann í Lapplandi í gær. Margrét var annar fyrirlesaranna á fundi sem Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, héldu í Þjóðminjasafninu í gær. Ísland verður að fylgjast með því sem er að gerast á norðurslóðum, taka þátt eftir því sem við á og reyna að hafa áhrif, sagði Margrét. Til þess að hafa sem mest áhrif verða stjórnvöld að móta vel skilgreind markmið og forgangsraða því sem þau vilja ná fram, segir Margrét. Öryggi ríkja er gjarnan skipt í borgaralegt öryggi og hernaðarlegt öryggi, þó að mörkin þar á milli séu oft óljós, sagði Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi forstjóri Varnarmálastofnunar. Með borgaralegu öryggi er til dæmis átt við ógn af völdum hryðjuverka, skipulagðri glæpastarfsemi, netárásum, umhverfisslysum og hlýnun af mannavöldum. Ellisif Tinna sagði það traust sem ríkir um þessar mundir milli þeirra átta þjóða sem helst eigi hagsmuna að gæta á norðurslóðum þýða að hægt sé að leggja minni áherslu á hernaðarlegt öryggi. Þar með megi leggja meiri áherslu á borgaralegt öryggi. Lykillinn að því að takast á við borgaralegar ógnir er aukið alþjóðlegt samstarf, sagði Ellisif Tinna. Þar verði ríkin öll að taka þátt, enda sé almennt ekki litið hýru auga þegar ríki taki þátt í alþjóðlegu samstarfi án þess að taka réttlátan skerf af verkefnum. „Stríð morgundagsins verða ekki eins og stríð gærdagsins,“ sagði Ellisif Tinna. Ríki verði að tileinka sér nýja hugsun þar sem nýjar ógnir kalli á óhefðbundin meðul til að verjast. „Alþjóðlegt samstarf eykur friðinn, ekki einangrunarhyggja.“ Hún sagði mikilvægt fyrir Ísland að vinna áfram með Atlantshafsbandalaginu, þrátt fyrir að það hafi ekki mótað sérstaka stefnu bandalagsins fyrir norðurslóðir. Margrét Cela tók undir þetta, en benti einnig á mikilvægi þess að starfa áfram náið með Norðurskautsráðinu til að hafa áhrif á þróun svæðisins, þar með talið nýtingu náttúruauðlinda. Talið er að um þrettán prósent ónýttra auðlinda á borð við olíu og gas í heiminum í dag sé að finna á norðurslóðum. Margrét lagði áherslu á að tal um hernaðaruppbyggingu ríkja á borð við Bandaríkin, Kanada og Rússlands á norðurslóðum sé orðum aukin. Réttara væri að tala um endurnýjun á herafla. brjann@frettabladid.is Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Ísland verður að taka aukinn þátt í alþjóðlegri samvinnu um framtíð norðurslóða ætli íslensk stjórnvöld sér að hafa áhrif á öryggismál í þessum heimshluta í framtíðinni. Um þetta voru fyrirlesarar á fundi um borgaralegt öryggi og norðurslóðir sem haldinn var í gær sammála. Þó að friðsamlegt sé um að litast á norðurslóðum og stöðugleiki hafi ríkt þar lengi hafa þau ríki sem þar hafa ítök hug á að tryggja eigin hagsmuni vegna nýtingar á auðlindum og siglingarleiðum sem kunna að opnast, sagði Margrét Cela, doktorsnemi við Háskólann í Lapplandi í gær. Margrét var annar fyrirlesaranna á fundi sem Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, héldu í Þjóðminjasafninu í gær. Ísland verður að fylgjast með því sem er að gerast á norðurslóðum, taka þátt eftir því sem við á og reyna að hafa áhrif, sagði Margrét. Til þess að hafa sem mest áhrif verða stjórnvöld að móta vel skilgreind markmið og forgangsraða því sem þau vilja ná fram, segir Margrét. Öryggi ríkja er gjarnan skipt í borgaralegt öryggi og hernaðarlegt öryggi, þó að mörkin þar á milli séu oft óljós, sagði Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi forstjóri Varnarmálastofnunar. Með borgaralegu öryggi er til dæmis átt við ógn af völdum hryðjuverka, skipulagðri glæpastarfsemi, netárásum, umhverfisslysum og hlýnun af mannavöldum. Ellisif Tinna sagði það traust sem ríkir um þessar mundir milli þeirra átta þjóða sem helst eigi hagsmuna að gæta á norðurslóðum þýða að hægt sé að leggja minni áherslu á hernaðarlegt öryggi. Þar með megi leggja meiri áherslu á borgaralegt öryggi. Lykillinn að því að takast á við borgaralegar ógnir er aukið alþjóðlegt samstarf, sagði Ellisif Tinna. Þar verði ríkin öll að taka þátt, enda sé almennt ekki litið hýru auga þegar ríki taki þátt í alþjóðlegu samstarfi án þess að taka réttlátan skerf af verkefnum. „Stríð morgundagsins verða ekki eins og stríð gærdagsins,“ sagði Ellisif Tinna. Ríki verði að tileinka sér nýja hugsun þar sem nýjar ógnir kalli á óhefðbundin meðul til að verjast. „Alþjóðlegt samstarf eykur friðinn, ekki einangrunarhyggja.“ Hún sagði mikilvægt fyrir Ísland að vinna áfram með Atlantshafsbandalaginu, þrátt fyrir að það hafi ekki mótað sérstaka stefnu bandalagsins fyrir norðurslóðir. Margrét Cela tók undir þetta, en benti einnig á mikilvægi þess að starfa áfram náið með Norðurskautsráðinu til að hafa áhrif á þróun svæðisins, þar með talið nýtingu náttúruauðlinda. Talið er að um þrettán prósent ónýttra auðlinda á borð við olíu og gas í heiminum í dag sé að finna á norðurslóðum. Margrét lagði áherslu á að tal um hernaðaruppbyggingu ríkja á borð við Bandaríkin, Kanada og Rússlands á norðurslóðum sé orðum aukin. Réttara væri að tala um endurnýjun á herafla. brjann@frettabladid.is
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira