Hjartalæknir með reggíplötu 24. janúar 2012 13:15 Tónlistarmaðurinn og hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson hefur gefið út reggíplötuna Kominn heim, sem er hans önnur á tveimur mánuðum. Hin nefnist Haustlauf og hafði að geyma þjóðlagaskotna popptónlist þar sem Svavar Knútur kom við sögu. „Ég samdi mest af þessum lögum fyrir rúmlega ári síðan. Þá kom einhver reggíalda yfir mig," segir Helgi um nýju plötuna. Hann ætlaði upphaflega að fá Hjálma til að aðstoða sig við plötuna en fékk á endanum Kristinn Snæ Agnarsson, fyrrum liðsmann Hjálma, sér til aðstoðar. Í gegnum hann fékk hann til liðs við sig góðan hóp hljóðfæraleikara og Valdimar Guðmundsson úr hljómsveitinni Valdimar. „Hann ætlaði að syngja eitt eða tvö lög en svo komst hann í svo mikið stuð að hann söng hálfa plötuna. Maður stoppar hann ekki þegar hann er í stuði," segir Helgi. Eitt lag af plötunni, Stöndum saman, hefur verið spilaði í útvarpinu en texti Helga fjallar um eftirköst bankahrunsins. Hlusta má á lagið hér fyrir ofan. Helgi starfaði sem hjartalæknir í 25 ár í Bandaríkjunum en er núna fluttur heim. „Ég ákvað að taka mér gott frí og gera það sem ég hef gaman af. Tónlistin hefur hjálpað mér að slaka á á kvöldin," segir hann. Eftir að hafa fengið sér upptökutæki fyrir nokkrum árum hefur hann staðið í ströngu við lagasmíðar og er einmitt með þriðju plötuna í undirbúningi þar sem blúsinn verður í fyrirrúmi. -fb Lífið Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson hefur gefið út reggíplötuna Kominn heim, sem er hans önnur á tveimur mánuðum. Hin nefnist Haustlauf og hafði að geyma þjóðlagaskotna popptónlist þar sem Svavar Knútur kom við sögu. „Ég samdi mest af þessum lögum fyrir rúmlega ári síðan. Þá kom einhver reggíalda yfir mig," segir Helgi um nýju plötuna. Hann ætlaði upphaflega að fá Hjálma til að aðstoða sig við plötuna en fékk á endanum Kristinn Snæ Agnarsson, fyrrum liðsmann Hjálma, sér til aðstoðar. Í gegnum hann fékk hann til liðs við sig góðan hóp hljóðfæraleikara og Valdimar Guðmundsson úr hljómsveitinni Valdimar. „Hann ætlaði að syngja eitt eða tvö lög en svo komst hann í svo mikið stuð að hann söng hálfa plötuna. Maður stoppar hann ekki þegar hann er í stuði," segir Helgi. Eitt lag af plötunni, Stöndum saman, hefur verið spilaði í útvarpinu en texti Helga fjallar um eftirköst bankahrunsins. Hlusta má á lagið hér fyrir ofan. Helgi starfaði sem hjartalæknir í 25 ár í Bandaríkjunum en er núna fluttur heim. „Ég ákvað að taka mér gott frí og gera það sem ég hef gaman af. Tónlistin hefur hjálpað mér að slaka á á kvöldin," segir hann. Eftir að hafa fengið sér upptökutæki fyrir nokkrum árum hefur hann staðið í ströngu við lagasmíðar og er einmitt með þriðju plötuna í undirbúningi þar sem blúsinn verður í fyrirrúmi. -fb
Lífið Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira