Hækkanir á þjónustu Reykjavíkurborgar við aldraða koma mjög illa við eldri borgara. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni mótmælir hækkununum í ályktun og skorar á borgina að draga þær til baka.
Í ályktuninni segir að námskeiðsgjöld, gjald fyrir opið félagsstarf, gjald fyrir akstursþjónustu, kostnaður vegna heitra máltíða og fleira hafi hækkað um áramót.
Tryggingabætur aldraðra hækkuðu um áramótin, en í ályktuninni segir að hækkanir á gjöldum borgarinnar taki hluta af þeim litlu hækkunum sem fengist hafi til baka. - bj
Hækkanir verði dregnar til baka

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.