Samráð við íbúa um Hljómalindarreit 23. janúar 2012 10:00 Nýir eigendur Hljómalindarreitsins hafa skuldbundið sig til að minnka fyrirhugað byggingamagn á svæðinu. fréttablaðið/pjetur Íbúar, hagsmunaaðilar og Reykjavíkurborg eiga að fá að vera með í ráðum um skipulag á Hljómalindarreitnum svokallaða sem afmarkast af Laugavegi, Hverfisgötu, Klapparstíg og Smiðjustíg. Þetta segir Hannes Frímann Sigurðsson sem stýrir verkefninu um uppbyggingu Hljómalindarreitsins. Hannes starfar fyrir Regin, dótturfélag Landsbankans, og fer með verkefni Laugavegsreita ehf. sem eru í eigu Regins. Eignirnar á svæðinu, sem Reginn keypti af Foldum fasteignaþróunarfélagi ehf. og Festum ehf. í lok nóvember síðastliðins, falla undir eignasafn Laugavegsreita. Auk þess voru keyptar eignir á svæðinu af Landsbankanum, að sögn Hannesar. „Okkar áform eru að skapa vettvang til samráðs og erum við að setja á laggirnar starfshóp í því skyni. Við munum reyna að finna út í samráði við íbúa, hagsmunasamtök í miðbænum og borgina, auk helstu aðila sem vilja láta eitthvað að sér kveða, hvað eigi að vera á svæðinu. Við leggjum áherslu á að ná sátt um hvað eigi að vera á reitnum,“ segir Hannes. Hann getur þess að Laugavegsreitir ehf. hafi skuldbundið sig til þess að minnka fyrirhugað byggingamagn á reitnum. „Tillaga arkitektur.is um skipulag á reitnum varð á sínum tíma hlutskörpust en uppi voru ólíkar hugmyndir um byggingamagn á svæðinu. Við höfum skuldbundið okkur til þess að minnka það. Við munum reyna að laga skipulagið að því sem búið er að gera en ætlum okkur að komast að því hvort vilji hafi almennt staðið til þessa,“ tekur Hannes fram. Hugmyndir Festa ehf. voru að reisa hótel, verslunar-, veitinga- og þjónusturými á Hljómalindarreitnum. Að sögn Hannesar kemur til greina að endurskipuleggja reitinn að hluta ef í ljós kemur að einungis verði hægt að ná sátt með því. Vinna á hratt í málinu, að því er hann greinir frá. „Við reynum að gera þetta fljótt og vel. Að loknu samráðsferlinu mun skipulagsferlið taka sex til tólf mánuði ef allt gengur eðlilega fyrir sig.“ ibs@frettabladid.is Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Íbúar, hagsmunaaðilar og Reykjavíkurborg eiga að fá að vera með í ráðum um skipulag á Hljómalindarreitnum svokallaða sem afmarkast af Laugavegi, Hverfisgötu, Klapparstíg og Smiðjustíg. Þetta segir Hannes Frímann Sigurðsson sem stýrir verkefninu um uppbyggingu Hljómalindarreitsins. Hannes starfar fyrir Regin, dótturfélag Landsbankans, og fer með verkefni Laugavegsreita ehf. sem eru í eigu Regins. Eignirnar á svæðinu, sem Reginn keypti af Foldum fasteignaþróunarfélagi ehf. og Festum ehf. í lok nóvember síðastliðins, falla undir eignasafn Laugavegsreita. Auk þess voru keyptar eignir á svæðinu af Landsbankanum, að sögn Hannesar. „Okkar áform eru að skapa vettvang til samráðs og erum við að setja á laggirnar starfshóp í því skyni. Við munum reyna að finna út í samráði við íbúa, hagsmunasamtök í miðbænum og borgina, auk helstu aðila sem vilja láta eitthvað að sér kveða, hvað eigi að vera á svæðinu. Við leggjum áherslu á að ná sátt um hvað eigi að vera á reitnum,“ segir Hannes. Hann getur þess að Laugavegsreitir ehf. hafi skuldbundið sig til þess að minnka fyrirhugað byggingamagn á reitnum. „Tillaga arkitektur.is um skipulag á reitnum varð á sínum tíma hlutskörpust en uppi voru ólíkar hugmyndir um byggingamagn á svæðinu. Við höfum skuldbundið okkur til þess að minnka það. Við munum reyna að laga skipulagið að því sem búið er að gera en ætlum okkur að komast að því hvort vilji hafi almennt staðið til þessa,“ tekur Hannes fram. Hugmyndir Festa ehf. voru að reisa hótel, verslunar-, veitinga- og þjónusturými á Hljómalindarreitnum. Að sögn Hannesar kemur til greina að endurskipuleggja reitinn að hluta ef í ljós kemur að einungis verði hægt að ná sátt með því. Vinna á hratt í málinu, að því er hann greinir frá. „Við reynum að gera þetta fljótt og vel. Að loknu samráðsferlinu mun skipulagsferlið taka sex til tólf mánuði ef allt gengur eðlilega fyrir sig.“ ibs@frettabladid.is
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira