Læknanemi bloggar sig gegnum háskóla 20. janúar 2012 08:30 Læknaneminn Kristján Már fékk nóg af því að strita á pitsustað fyrir lág laun og hefur nú komið sér upp stöðugu tekjustreymi með blogginu Kris Health Blog á slóðinni kriskris.com. Fréttablaðið/Stefán Kristján Már Gunnarsson læknanemi kveðst fá 400 þúsund krónur á mánuði í tekjur með því að halda úti bloggi um heilsu, næringu og lífsstíl. Þetta geti hann samhliða þungu námi. Þetta sé frábært dæmi um nýsköpun í kreppunni. „Ég var búinn að vera í dálítinn tíma að hugsa um hvernig ég gæti grætt pening á netinu vegna þess að ég var orðinn leiður á að vinna," segir Kristján Már Gunnarsson læknanemi, sem framfleytir sér nú í náminu með heilsusíðu á netinu á slóðinni kriskris.com. Í febrúar í fyrra setti Kristján í gang bloggsíðu um heilsu, næringu og lífsstíl. Þangað inn fær hann svokallaðar google-auglýsingar sjálfvirkt í gegnum auglýsingamiðlun auk þess að selja rafbækur. „Þetta eru alls konar auglýsingar og ég set þær ekki inn sjálfur heldur set einfaldlega inn kóða og þær koma sjálfkrafa inn á síðuna. Ég fæ borgað fyrir hvert skipti sem einhver ýtir á auglýsingu eða kaupir rafbók. Það er millifært fyrir auglýsingunum og söluhagnaðinn af rafbókunum fæ ég sendan með ávísunum," segir Kristján sem kveðst hafa fengið um 400 þúsund krónur á mánuði í tekjur af síðunni síðan í fyrrahaust. „Núna er ég hættur á námslánum og er með töluvert hærri laun af þessu en í fullu starfi áður," segir Kristján og upplýsir að hann hafi haft 300 þúsund krónur á mánuði fyrir starf á pitsustað. Fram að áramótum segist Kristján hafa verið að fá upp undir sex þúsund heimsóknir á dag. Nú í janúar séu þær yfir tíu þúsund á dag og tekjurnar stefni yfir hálfa milljón í mánuðinum. Bloggsíða Kristjáns, Kris Health Blog, er á ensku. „Það er lykilatriði að skrifa á ensku," segir Kristján og bendir á hversu risavaxinn enskumælandi markaðurinn sé miðað við heimamarkaðinn hér. Þá sé grundvallaratriði að síðan skori hátt á leitarvélum á borð við Google enda séu um 90 prósent af heimsóknum á síðuna hans í gegnum leitarvélar. „Ég er með ákveðin trix til að lenda ofarlega í leitarniðurstöðunum," segir hann.Skjáskot af heimasíðu Kristjáns.Sjálfur er Kristján að koma upp síðu á íslensku þar sem hann kennir fólki að feta sömu braut. Hann segir að ekki þurfi mikla tölvukunnáttu til og þetta sé frábær leið til nýsköpunar í kreppunni. Hann er á öðru ári í læknisfræðinni og sinnir heilsublogginu í frítíma sínum. Suma pistla hans má einnig nálgast á facebook.com/krishealthblog. Kristján vonast til að árangur hans verði öðrum innblástur. En er nóg rúm fyrir alla á netinu? „Það er endalaust pláss. Þetta er töluverð vinna í upphafi en þegar maður er búinn að koma síðu af stað er mjög lítil vinna að viðhalda henni." gar@frettabladid.is Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Kristján Már Gunnarsson læknanemi kveðst fá 400 þúsund krónur á mánuði í tekjur með því að halda úti bloggi um heilsu, næringu og lífsstíl. Þetta geti hann samhliða þungu námi. Þetta sé frábært dæmi um nýsköpun í kreppunni. „Ég var búinn að vera í dálítinn tíma að hugsa um hvernig ég gæti grætt pening á netinu vegna þess að ég var orðinn leiður á að vinna," segir Kristján Már Gunnarsson læknanemi, sem framfleytir sér nú í náminu með heilsusíðu á netinu á slóðinni kriskris.com. Í febrúar í fyrra setti Kristján í gang bloggsíðu um heilsu, næringu og lífsstíl. Þangað inn fær hann svokallaðar google-auglýsingar sjálfvirkt í gegnum auglýsingamiðlun auk þess að selja rafbækur. „Þetta eru alls konar auglýsingar og ég set þær ekki inn sjálfur heldur set einfaldlega inn kóða og þær koma sjálfkrafa inn á síðuna. Ég fæ borgað fyrir hvert skipti sem einhver ýtir á auglýsingu eða kaupir rafbók. Það er millifært fyrir auglýsingunum og söluhagnaðinn af rafbókunum fæ ég sendan með ávísunum," segir Kristján sem kveðst hafa fengið um 400 þúsund krónur á mánuði í tekjur af síðunni síðan í fyrrahaust. „Núna er ég hættur á námslánum og er með töluvert hærri laun af þessu en í fullu starfi áður," segir Kristján og upplýsir að hann hafi haft 300 þúsund krónur á mánuði fyrir starf á pitsustað. Fram að áramótum segist Kristján hafa verið að fá upp undir sex þúsund heimsóknir á dag. Nú í janúar séu þær yfir tíu þúsund á dag og tekjurnar stefni yfir hálfa milljón í mánuðinum. Bloggsíða Kristjáns, Kris Health Blog, er á ensku. „Það er lykilatriði að skrifa á ensku," segir Kristján og bendir á hversu risavaxinn enskumælandi markaðurinn sé miðað við heimamarkaðinn hér. Þá sé grundvallaratriði að síðan skori hátt á leitarvélum á borð við Google enda séu um 90 prósent af heimsóknum á síðuna hans í gegnum leitarvélar. „Ég er með ákveðin trix til að lenda ofarlega í leitarniðurstöðunum," segir hann.Skjáskot af heimasíðu Kristjáns.Sjálfur er Kristján að koma upp síðu á íslensku þar sem hann kennir fólki að feta sömu braut. Hann segir að ekki þurfi mikla tölvukunnáttu til og þetta sé frábær leið til nýsköpunar í kreppunni. Hann er á öðru ári í læknisfræðinni og sinnir heilsublogginu í frítíma sínum. Suma pistla hans má einnig nálgast á facebook.com/krishealthblog. Kristján vonast til að árangur hans verði öðrum innblástur. En er nóg rúm fyrir alla á netinu? „Það er endalaust pláss. Þetta er töluverð vinna í upphafi en þegar maður er búinn að koma síðu af stað er mjög lítil vinna að viðhalda henni." gar@frettabladid.is
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira