Fagnar 20 ára starfsafmæli 19. janúar 2012 20:00 Bandaríska hljómsveitin Nada Surf gefur út sína sjöundu hljóðversplötu á næstunni. nordicphotos/getty Bandaríska hljómsveitin Nada Surf er mætt til leiks með sína sjöundu hljóðversplötu. Höfundar hins vinsæla Popular hafa starfað saman í tuttugu ár. Bandaríska indírokkhljómsveitin Nada Surf, sem sló í gegn með laginu Popular árið 1996, gefur á næstunni út sína fyrstu plötu með nýju efni í fjögur ár. Gripurinn nefnist The Stars Are Indifferent to Astronomy og gengu upptökurnar öðruvísi fyrir sig en vanalega. „Við höfum alltaf verið hraðari og spilað af meiri krafti á tónleikum," segir forsprakkinn Matthew Caws. „En í hljóðverinu spiluðum við alltaf svo varlega. Með þessa plötu tókum við þá meðvituðu ákvörðun að ímynda okkur að við værum í æfingaherberginu að spila af þessum krafti sem fylgir nýjum lögum." Nada Surf var stofnuð árið 1992 og fagnar því tuttugu ára afmæli sínu í ár. Auk Caws eru í bandinu trymbillinn Ira Elliot og bassaleikarinn Daniel Lorca. Frumburðurinn High/Low kom út 1995 og seldist vel, sérstaklega vegna fyrsta smáskífulagsins Popular sem varð mjög vinsælt á MTV-sjónvarpsstöðinni. Útgáfufyrirtækinu Elektra fannst vanta smell á næstu plötu, The Proximity Effect, og reyndi að fá strákana til að taka upp ýmis lög eftir aðra og órafmagnaða útgáfu af Popular. Þeir voru ekki sáttir við þessa stjórnsemi og á endanum misstu þeir útgáfusamninginn. Næsti gripur, Let Go, kom út hjá smærri útgáfu og fékk góðar viðtökur. Þar sannaði Nada Surf að hún gæti meira en samið eitt vinsælt lag og horfið síðan í gleymskunnar dá. Núna hafa þeir félagar gefið út sex plötur fyrir utan þá nýjustu, þar á meðal Lucky sem fékk fína dóma árið 2008, og aflað sér orðspors sem ein fremsta indísveit Bandaríkjanna. Nada Surf ætlar að fylgja The Stars Are Indifferent to Astronomy eftir með stórri tónleikaferð um Bandaríkin og Evrópu næstu mánuði og einnig má búast við því að sveitin verði áberandi á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í sumar.freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Bandaríska hljómsveitin Nada Surf er mætt til leiks með sína sjöundu hljóðversplötu. Höfundar hins vinsæla Popular hafa starfað saman í tuttugu ár. Bandaríska indírokkhljómsveitin Nada Surf, sem sló í gegn með laginu Popular árið 1996, gefur á næstunni út sína fyrstu plötu með nýju efni í fjögur ár. Gripurinn nefnist The Stars Are Indifferent to Astronomy og gengu upptökurnar öðruvísi fyrir sig en vanalega. „Við höfum alltaf verið hraðari og spilað af meiri krafti á tónleikum," segir forsprakkinn Matthew Caws. „En í hljóðverinu spiluðum við alltaf svo varlega. Með þessa plötu tókum við þá meðvituðu ákvörðun að ímynda okkur að við værum í æfingaherberginu að spila af þessum krafti sem fylgir nýjum lögum." Nada Surf var stofnuð árið 1992 og fagnar því tuttugu ára afmæli sínu í ár. Auk Caws eru í bandinu trymbillinn Ira Elliot og bassaleikarinn Daniel Lorca. Frumburðurinn High/Low kom út 1995 og seldist vel, sérstaklega vegna fyrsta smáskífulagsins Popular sem varð mjög vinsælt á MTV-sjónvarpsstöðinni. Útgáfufyrirtækinu Elektra fannst vanta smell á næstu plötu, The Proximity Effect, og reyndi að fá strákana til að taka upp ýmis lög eftir aðra og órafmagnaða útgáfu af Popular. Þeir voru ekki sáttir við þessa stjórnsemi og á endanum misstu þeir útgáfusamninginn. Næsti gripur, Let Go, kom út hjá smærri útgáfu og fékk góðar viðtökur. Þar sannaði Nada Surf að hún gæti meira en samið eitt vinsælt lag og horfið síðan í gleymskunnar dá. Núna hafa þeir félagar gefið út sex plötur fyrir utan þá nýjustu, þar á meðal Lucky sem fékk fína dóma árið 2008, og aflað sér orðspors sem ein fremsta indísveit Bandaríkjanna. Nada Surf ætlar að fylgja The Stars Are Indifferent to Astronomy eftir með stórri tónleikaferð um Bandaríkin og Evrópu næstu mánuði og einnig má búast við því að sveitin verði áberandi á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í sumar.freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“