Innlent

Krefst 2,6 milljóna eftir árás

Mynd/Óskar Friðriksson.
Karlmaður um tvítugt hefur verið krafinn um rúmlega 2,6 milljónir króna af manni sem hann réðst á árið 2010 fyrir utan skemmtistað í Vestmannaeyjum.

Fórnarlambið margbrotnaði á kinnbeini og gengu brotin upp í augntóftina á nokkrum stöðum þannig að hann þurfti að fara í aðgerð. Þá er sami maður ákærður fyrir að hafa ráðist í félagi við annan mann á karlmann á skemmtistað í Vestmannaeyjum. Það fórnarlamb krefst 400 þúsunda króna. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×