Ofbeldi foreldra dulinn vandi 11. janúar 2012 09:30 Þrátt fyrir að líkamlegar refsingar á börnum séu bannaðar með lögum eru þær algengar hérlendis. Rannsókn sýnir að 6 til 10 ára börn eru líklegust til að verða fyrir ofbeldi. Fötluðum börnum er hætt við ofbeldi. Líkamlegt ofbeldi foreldra, eða annarra forráðamanna, gegn börnum er dulinn vandi á Íslandi, er mat sérfræðings Barnaverndarstofu. Greining á tilkynningum til barnaverndarnefnda sýnir að börn á aldrinum 6 til 10 ára eru líklegust til að vera beitt ofbeldi, ekki síst börn með skilgreinda fötlun eða greiningu. Ofbeldið er mannskemmandi, er niðurstaða allra sem til þekkja. Þetta er meðal rannsóknarniðurstaðna sem Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, mun kynna á ráðstefnu Barna- og unglingageðdeildar (BUGL) á föstudag. „Þessi tegund ofbeldis gegn börnum hefur ekki fengið mikla athygli hér á landi. Samfélagið og barnaverndin hefur verið sofandi gagnvart slíku enda almennt sú hugmynd uppi að líkamlegar refsingar viðgangist ekki hér á landi," segir Steinunn. Rannsóknin náði til rúmlega 400 tilkynninga sem bárust barnaverndarnefndum á Íslandi árið 2006 vegna barna að 18 ára aldri. Þar af voru 189 tilkynningar sem vörðuðu 156 börn þar sem grunur lék á að foreldrar beittu börn sín ofbeldi. Tilkynningar vegna kynferðisofbeldis eða andlegs ofbeldis eru flokkaðar sérstaklega og eru ekki hluti af þessum niðurstöðum. Flest börnin bjuggu á heimili þar sem til staðar voru báðir foreldrar. Mun oftar var tilkynntur grunur um ofbeldi af hálfu karla en kvenna en í skýrslunni segir að ætla megi að síður sé tilkynnt um ofbeldi af hálfu mæðra. „Heilt yfir skilar sér aðeins hluti tilfella, þar sem barn er beitt líkamlegu ofbeldi, til yfirvalda," segir Steinunn en mál koma til kasta lögreglu í undantekningartilfellum. Steinunn sýnir fram á að í nær helmingi tilfella var grunur um að barn hefði verið barið, löðrungað eða flengt. Í 29,5% tilvika var barni hrint, gripið eða sparkað í það. Þá var í um 14% tilvika grunur um að barn hefði verið barið með krepptum hnefa, belti, spaða, priki eða einhverjum öðrum hlut. Dæmi fannst þar sem barn var tekið hálstaki, eða reynt að kæfa það eða drekkja því. Tvö tilvik sýna að barni var refsað með því að kremja fingur eða hendi þess. Börnum með skilgreinda fötlun, eins og athyglisbrest með ofvirkni (ADHD), einhverfu, Asperger eða lesblindu, er sérstaklega hætt við því að vera beitt ofbeldi. Alls voru 35 börn af þeim 156 sem rannsóknin náði til með fyrrnefnda fötlun eða greiningu. Oftast var tilkynntur grunur um einstakt tilvik en 23 tilkynningar fjölluðu um fleiri en tíu tilvik. Þá vekur athygli að börn fóru aðeins í læknisskoðun í 15% tilvika. Þá óskuðu barnaverndarnefndir sjaldan eftir lögreglurannsókn eða einungis vegna mála er vörðuðu fimm börn. - shá Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Þrátt fyrir að líkamlegar refsingar á börnum séu bannaðar með lögum eru þær algengar hérlendis. Rannsókn sýnir að 6 til 10 ára börn eru líklegust til að verða fyrir ofbeldi. Fötluðum börnum er hætt við ofbeldi. Líkamlegt ofbeldi foreldra, eða annarra forráðamanna, gegn börnum er dulinn vandi á Íslandi, er mat sérfræðings Barnaverndarstofu. Greining á tilkynningum til barnaverndarnefnda sýnir að börn á aldrinum 6 til 10 ára eru líklegust til að vera beitt ofbeldi, ekki síst börn með skilgreinda fötlun eða greiningu. Ofbeldið er mannskemmandi, er niðurstaða allra sem til þekkja. Þetta er meðal rannsóknarniðurstaðna sem Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, mun kynna á ráðstefnu Barna- og unglingageðdeildar (BUGL) á föstudag. „Þessi tegund ofbeldis gegn börnum hefur ekki fengið mikla athygli hér á landi. Samfélagið og barnaverndin hefur verið sofandi gagnvart slíku enda almennt sú hugmynd uppi að líkamlegar refsingar viðgangist ekki hér á landi," segir Steinunn. Rannsóknin náði til rúmlega 400 tilkynninga sem bárust barnaverndarnefndum á Íslandi árið 2006 vegna barna að 18 ára aldri. Þar af voru 189 tilkynningar sem vörðuðu 156 börn þar sem grunur lék á að foreldrar beittu börn sín ofbeldi. Tilkynningar vegna kynferðisofbeldis eða andlegs ofbeldis eru flokkaðar sérstaklega og eru ekki hluti af þessum niðurstöðum. Flest börnin bjuggu á heimili þar sem til staðar voru báðir foreldrar. Mun oftar var tilkynntur grunur um ofbeldi af hálfu karla en kvenna en í skýrslunni segir að ætla megi að síður sé tilkynnt um ofbeldi af hálfu mæðra. „Heilt yfir skilar sér aðeins hluti tilfella, þar sem barn er beitt líkamlegu ofbeldi, til yfirvalda," segir Steinunn en mál koma til kasta lögreglu í undantekningartilfellum. Steinunn sýnir fram á að í nær helmingi tilfella var grunur um að barn hefði verið barið, löðrungað eða flengt. Í 29,5% tilvika var barni hrint, gripið eða sparkað í það. Þá var í um 14% tilvika grunur um að barn hefði verið barið með krepptum hnefa, belti, spaða, priki eða einhverjum öðrum hlut. Dæmi fannst þar sem barn var tekið hálstaki, eða reynt að kæfa það eða drekkja því. Tvö tilvik sýna að barni var refsað með því að kremja fingur eða hendi þess. Börnum með skilgreinda fötlun, eins og athyglisbrest með ofvirkni (ADHD), einhverfu, Asperger eða lesblindu, er sérstaklega hætt við því að vera beitt ofbeldi. Alls voru 35 börn af þeim 156 sem rannsóknin náði til með fyrrnefnda fötlun eða greiningu. Oftast var tilkynntur grunur um einstakt tilvik en 23 tilkynningar fjölluðu um fleiri en tíu tilvik. Þá vekur athygli að börn fóru aðeins í læknisskoðun í 15% tilvika. Þá óskuðu barnaverndarnefndir sjaldan eftir lögreglurannsókn eða einungis vegna mála er vörðuðu fimm börn. - shá
Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent