Innlent

Loðnuveiðin fer bærilega af stað

Veiðarnar gengu illa fyrir áramótin.
Veiðarnar gengu illa fyrir áramótin. fréttablaðið/óskar
Loðnuveiðin fór vel af stað á nýju ári. Hjá HB Granda hefur vinnsla gengið vel en 25 til 30 prósent af loðnunni henta til frystingar, að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs.

Búið er að frysta um þúsund tonn af loðnu á Vopnafirði en veiðin er um 100 sjómílur ANA út af firðinum.

Leiðindaveður var á miðunum frá því seinni partinn á sunnudag og eru veðurhorfurnar ekki góðar fyrir næstu daga. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×