Innlent

Kynferðisbrot kært á Ísafirði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ísafjörður.
Ísafjörður.
Kona hefur kært kynferðisbrot til lögreglunnar á Ísafirði, en tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fór fram þar í bæ núna um páskana. Lögreglan staðfestir að brotið hafi verið kært að morgni páskadags. Málið mun nú vera í rannsókn. Töluverður fjöldi var samankominn á hátíðinni um helgina og var mikill fjöldi fólks sem streymdi frá Ísafirði í gær og í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×