Mikil óvissa ríkir um framtíð ættleiðinga - fréttaskýring 30. mars 2012 06:30 kínverskt munaðarleysingjahæli Kínverskt barn horfir á milli rimlanna í rúmi sínu á munaðarleysingjahæli. Um 160 kínversk börn hafa eignast íslenska foreldra í gegnum Íslenska ættleiðingu. Nordicphotos/afp Hver er staða ættleiðingarmála á Íslandi? Íslensk ættleiðing (ÍÆ) getur ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu með núverandi framlagi ríkisins. Í fjárlögum 2012 er upphæðin 9,2 milljónir króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun Kristins Ingvarssonar, framkvæmdastjóra ÍÆ, þarf félagið um 54 milljónir króna til að geta haldið áfram að aðstoða fólk við að ættleiða börn erlendis frá og sinna því hlutverki sem því er ætlað. Ekki er hægt að ættleiða barn erlendis frá nema fara í gegnum íslenskt ættleiðingafélag og ÍÆ er það eina sem starfrækt er hér á landi. Enginn samningur við ríkiðEnginn þjónustusamningur hefur verið gerður á milli ÍÆ og innanríkisráðuneytisins, en Kristinn bjó til drög að slíkum samningi og sendi á ráðuneytið. Hann hefur þó ekki verið samþykktur. Ekki náðist í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra þar sem hann er staddur erlendis. Þau svör fengust frá ráðuneytinu að málið væri á hans borði og snúist um að leita leiða til að brúa það fjárhagslega bil sem nú blasi við. Verið sé að ræða við ÍÆ en ekkert sé enn til lykta leitt. Ekki sambærileg þjónustaAð mati forsvarsmanna félagsins, Kristins og Harðar Svavarssonar formanns, er enginn fjárhagslegur grundvöllur fyrir því að halda rekstri félagsins óbreyttum áfram út árið. Störf og þjónusta ættleiðingarfélaga í nágrannalöndunum sé engan vegin sambærileg hvað varðar eftirfylgni við fjölskyldur, læknisþjónustu og samskipti við ættleiðingarfélög í upprunalöndum barnanna. Samkvæmt reglugerð ber ÍÆ að hafa lækni á sínum snærum, bæði til að undirbúa foreldrana og svo til að sinna barninu þegar það kemur til landsins. Því hefur þó mestmegnis verið sinnt í sjálfboðavinnu læknanna, aðallega af Gesti Pálssyni barnalækni, og utan þeirra eiginlegu vinnutíma fram til þessa, þar sem ekkert fjármagn er til að borga þeim fyrir vinnu sína. Eigi þjónusta ÍÆ að verða sambærileg við nágrannalöndin, þyrfti einnig að ráða lögfræðing í vinnu, sem og félagsráðgjafa. „Okkur er ætlað að halda úti skrifstofu, vefsvæðum, samskiptum við fjölskyldur bæði hér heima og erlendis, samstarfsaðila erlendis og fleiru, fyrir 9,2 milljónir á ári," segir Hörður. Klukkutími á dagÍ reglugerð um ættleiðingar er félaginu ætlað að veita áframhaldandi þjónustu eftir ættleiðingu þar sem það getur haft margvíslegar afleiðingar fyrir börn að hafa verið vistuð á stofnunum í fleiri ár. „Á bestu stofnununum fá börnin samneyti og umhyggju í kannski klukkutíma á sólarhring. Það skiptir því miklu máli að bregðast við um leið og börnin koma til landsins," segir Hörður. „Það þarf því að fræða heilbrigðisstarfsmenn og starfsmenn skólaþjónustunnar hvað börnin gætu verið að glíma við." Vantar samskiptiStarfsmenn ÍÆ hafa ekki haft tök á því á undanförnum árum að ferðast til upprunalanda barnanna til að sinna samskiptum við þarlendar stofnanir. Sambærileg félög í nágrannalöndunum fara um það bil þrisvar á ári, til að byggja upp gagnkvæmt traust við ættleiðingarstofnanir og munaðarleysingjahæli og til að afla nýrra samskipta. „Við hættum þeim samskiptum í hruninu," segir Hörður. „Við erum til dæmis að fá til okkar um 160 börn frá Kína og höfum aldrei farið á fund þangað til að fara yfir reglurnar. Það er í raun merkilegt að þau treysti okkur miðað við það hversu lítil samskipti við höfum." Meira en 600 börn frá fjórum löndum hafa fengið nýtt heimili á Íslandi í gegn um félagið á 34 árum. sunna@frettabladid.is Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Ákærð fyrir að frelsissvipta dreng eftir dyraat Innlent Ingvar útskrifaður úr meðferð Innlent „Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli“ Innlent Fínasta grillveður í kortunum Innlent Litla kaffistofan skellir í lás Innlent Varar við því að stórvirkjun í Skagafirði verði útilokuð Innlent Þingfundi ítrekað frestað meðan þingflokksformenn funda Innlent Vísað á brott vegna vímuefnaneyslu, ekki afskræmds varaforseta Erlent Bryndís vill íslenska hermenn á blað Innlent Fimm sviptir réttindum fyrir að aka of hratt á vinnusvæði Innlent Fleiri fréttir Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Veita engar upplýsingar um tilboðið í Háholt Nýju tilboði í Háholt svarað með gagntilboði Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði um tíu prósent árið 2024 Tveir skjálftar úti á Reykjaneshrygg Innbrot á veitingastað og grunur um íkveikju í bifreið Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Barnasáttmálinn verið þverbrotinn í barnvænu sveitarfélagi Þorgerður niðurlægi konur með því að kalla Trump heillandi „Menn eru alla vega að vinna með sömu tölu“ Sögulegur NATO-fundur, umræðumet í uppsiglingu og afmæli í Heiðmörk „Þetta er svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr“ Bíll valt í Kópavogi Líkir veiðigjaldaáformum við sóvéska eignaupptöku Komu sextán dvalarleyfishöfum af Gasasvæðinu Heiðrún Lind fóðri málflutning með alvarlegum rangfærslum Sameiningarhugur á Vestfjörðum Rannsókn á andláti í Garðabæ lokið Orð Kristrúnar vöktu „gott bros“ Bandaríkjaforseta Gæsluvarðhald aftur framlengt um fjórar vikur Var ekki með réttindi til að aka hjólinu sem átti ekki að vera í umferð Bassi Maraj sakfelldur fyrir líkamsárás Lokanir á brúnni yfir Jökulsá í kvöld Rangstæð valkyrja sem skilji ekki frumvarpið Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Læknasamningur gæti orðið hvati að oflækningum Sjúkratryggingar fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar Sjúkratryggingar réðu illa við læknana í Reykjavík Benedikt nýr skólameistari VMA Sjá meira
Hver er staða ættleiðingarmála á Íslandi? Íslensk ættleiðing (ÍÆ) getur ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu með núverandi framlagi ríkisins. Í fjárlögum 2012 er upphæðin 9,2 milljónir króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun Kristins Ingvarssonar, framkvæmdastjóra ÍÆ, þarf félagið um 54 milljónir króna til að geta haldið áfram að aðstoða fólk við að ættleiða börn erlendis frá og sinna því hlutverki sem því er ætlað. Ekki er hægt að ættleiða barn erlendis frá nema fara í gegnum íslenskt ættleiðingafélag og ÍÆ er það eina sem starfrækt er hér á landi. Enginn samningur við ríkiðEnginn þjónustusamningur hefur verið gerður á milli ÍÆ og innanríkisráðuneytisins, en Kristinn bjó til drög að slíkum samningi og sendi á ráðuneytið. Hann hefur þó ekki verið samþykktur. Ekki náðist í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra þar sem hann er staddur erlendis. Þau svör fengust frá ráðuneytinu að málið væri á hans borði og snúist um að leita leiða til að brúa það fjárhagslega bil sem nú blasi við. Verið sé að ræða við ÍÆ en ekkert sé enn til lykta leitt. Ekki sambærileg þjónustaAð mati forsvarsmanna félagsins, Kristins og Harðar Svavarssonar formanns, er enginn fjárhagslegur grundvöllur fyrir því að halda rekstri félagsins óbreyttum áfram út árið. Störf og þjónusta ættleiðingarfélaga í nágrannalöndunum sé engan vegin sambærileg hvað varðar eftirfylgni við fjölskyldur, læknisþjónustu og samskipti við ættleiðingarfélög í upprunalöndum barnanna. Samkvæmt reglugerð ber ÍÆ að hafa lækni á sínum snærum, bæði til að undirbúa foreldrana og svo til að sinna barninu þegar það kemur til landsins. Því hefur þó mestmegnis verið sinnt í sjálfboðavinnu læknanna, aðallega af Gesti Pálssyni barnalækni, og utan þeirra eiginlegu vinnutíma fram til þessa, þar sem ekkert fjármagn er til að borga þeim fyrir vinnu sína. Eigi þjónusta ÍÆ að verða sambærileg við nágrannalöndin, þyrfti einnig að ráða lögfræðing í vinnu, sem og félagsráðgjafa. „Okkur er ætlað að halda úti skrifstofu, vefsvæðum, samskiptum við fjölskyldur bæði hér heima og erlendis, samstarfsaðila erlendis og fleiru, fyrir 9,2 milljónir á ári," segir Hörður. Klukkutími á dagÍ reglugerð um ættleiðingar er félaginu ætlað að veita áframhaldandi þjónustu eftir ættleiðingu þar sem það getur haft margvíslegar afleiðingar fyrir börn að hafa verið vistuð á stofnunum í fleiri ár. „Á bestu stofnununum fá börnin samneyti og umhyggju í kannski klukkutíma á sólarhring. Það skiptir því miklu máli að bregðast við um leið og börnin koma til landsins," segir Hörður. „Það þarf því að fræða heilbrigðisstarfsmenn og starfsmenn skólaþjónustunnar hvað börnin gætu verið að glíma við." Vantar samskiptiStarfsmenn ÍÆ hafa ekki haft tök á því á undanförnum árum að ferðast til upprunalanda barnanna til að sinna samskiptum við þarlendar stofnanir. Sambærileg félög í nágrannalöndunum fara um það bil þrisvar á ári, til að byggja upp gagnkvæmt traust við ættleiðingarstofnanir og munaðarleysingjahæli og til að afla nýrra samskipta. „Við hættum þeim samskiptum í hruninu," segir Hörður. „Við erum til dæmis að fá til okkar um 160 börn frá Kína og höfum aldrei farið á fund þangað til að fara yfir reglurnar. Það er í raun merkilegt að þau treysti okkur miðað við það hversu lítil samskipti við höfum." Meira en 600 börn frá fjórum löndum hafa fengið nýtt heimili á Íslandi í gegn um félagið á 34 árum. sunna@frettabladid.is
Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Ákærð fyrir að frelsissvipta dreng eftir dyraat Innlent Ingvar útskrifaður úr meðferð Innlent „Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli“ Innlent Fínasta grillveður í kortunum Innlent Litla kaffistofan skellir í lás Innlent Varar við því að stórvirkjun í Skagafirði verði útilokuð Innlent Þingfundi ítrekað frestað meðan þingflokksformenn funda Innlent Vísað á brott vegna vímuefnaneyslu, ekki afskræmds varaforseta Erlent Bryndís vill íslenska hermenn á blað Innlent Fimm sviptir réttindum fyrir að aka of hratt á vinnusvæði Innlent Fleiri fréttir Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Veita engar upplýsingar um tilboðið í Háholt Nýju tilboði í Háholt svarað með gagntilboði Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði um tíu prósent árið 2024 Tveir skjálftar úti á Reykjaneshrygg Innbrot á veitingastað og grunur um íkveikju í bifreið Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Barnasáttmálinn verið þverbrotinn í barnvænu sveitarfélagi Þorgerður niðurlægi konur með því að kalla Trump heillandi „Menn eru alla vega að vinna með sömu tölu“ Sögulegur NATO-fundur, umræðumet í uppsiglingu og afmæli í Heiðmörk „Þetta er svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr“ Bíll valt í Kópavogi Líkir veiðigjaldaáformum við sóvéska eignaupptöku Komu sextán dvalarleyfishöfum af Gasasvæðinu Heiðrún Lind fóðri málflutning með alvarlegum rangfærslum Sameiningarhugur á Vestfjörðum Rannsókn á andláti í Garðabæ lokið Orð Kristrúnar vöktu „gott bros“ Bandaríkjaforseta Gæsluvarðhald aftur framlengt um fjórar vikur Var ekki með réttindi til að aka hjólinu sem átti ekki að vera í umferð Bassi Maraj sakfelldur fyrir líkamsárás Lokanir á brúnni yfir Jökulsá í kvöld Rangstæð valkyrja sem skilji ekki frumvarpið Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Læknasamningur gæti orðið hvati að oflækningum Sjúkratryggingar fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar Sjúkratryggingar réðu illa við læknana í Reykjavík Benedikt nýr skólameistari VMA Sjá meira