Innlent

Grjótskriða lokar veginum um Skarðsströnd

Grjótskriða hefur fallið á þjóðveginn um Skarðsströnd, eða í Fagradalshlíð á milli Tjaldaness og Fagradals. Vegurinn er lokaður af þessum sökum.

Talið er að stærsti steinninn, sem er nú á miðjum veginum, vegi nokkur tonn, og svo eru aðrir smærri allt um kring. Stórvirka vinnuvél þarf til að fjarlægja stóra steininn, en hugsanlega verður hægt að hleypa einhverri umferð á veginn, þegar búið verður að fjarlægja smærri steinana.

Ekki er vitað hvenær skriðan féll, en hennar varð vart snemma í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×