Birgitta, Chomsky og Wolf stefna Bandaríkjastjórn 30. mars 2012 11:04 Birgitta Jónsdóttir þingkona hefur, ásamt sex öðrum, stefnt bandarískum stjórnvöldum fyrir rétt í New York vegna nýrra laga þar í landi sem hópurinn segir að gefi Bandaríkjaher heimild til að handtaka almenna borgara hvar sem er í heiminum og hneppa þá í varðhald án dóms og laga. Lögunum er ætlað að efla Bandaríkjamenn í baráttunni við hryðjuverk en hópurinn, sem auk Birgittu telur heimsfræga einstaklinga á borð við Noam Chomsky og rithöfundinn Naomi Wolf, segir að nú séu friðsamir mótmælendur, rithöfundar og háskólamenn í hættu á að verða settir í varðhald. Sjömenningarnir segja að lögin lami málfrelsi einstaklinga um allan heim, að því er fram kemur í breska blaðinu Guardian. Lögin heita "National Defense Authorization Bill (NDAA), en ganga undir nafninu „Homeland Battlefield Bill" og voru þau undirrituð af Barack Obama Bandaríkjaforseta í lok síðasta árs. Gagnýnendur laganna segja þau allt of óskýrt orðuð og því sé það opið fyrir túlkun hverjir teljist „stuðningsmenn hryðjuverka", eins og það er orðað. Í lögunum eru þekktir hryðjuverkahópar á borð við Al Kaída og Talíbana nefndir en einnig er talað um þá sem veiti þeim „töluverðan stuðning". Talsmenn Hvíta Hússins þvertaka fyrir að orðalagið gefi yfirvöldum færi á að handtaka hvern sem er. Chris Hedges, Pulitzer verðlaunahafi og fyrrverandi blaðamaður hjá New York Times, sem er í hópnum, sagði fyrir rétti í gær óttast að eiga á hættu að verða handtekinn á grundvelli laganna ef hann tæki viðtöl við íslamska öfgamenn, svo dæmi sé tekið. „Ég gæti lent í því að verða handtekinn af hernum, verða neitað um lögfræðiaðstoð og dúsað í fangelsi uns „átökunum lýkur" eins og það er orðað í frumvarpinu," segir Hedges. Metsöluhöfundurinn Naomi Wolf, einn þekktasti aktívisti heims í dag, las upp yfirlýsingu frá Birgittu Jónsdóttur fyrir réttinum í gær, en Birgitta segist ekki þora að ferðast til Bandaríkjanna, vegna tengsla hennar við WikiLeaks og fyrir þá staðreynd að háttsettir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum hafi kallað WikiLeaks hryðjuverkahóp. Þrátt fyrir að hafa fengið munnleg loforð þess efnis frá stjórnvöldum að hún sé ekki í hættu á að verða handtekin, segist Birgitta ekki vilja taka áhættuna. „Vegna þessara breytinga get ég ekki lengur ferðast til Bandaríkjanna af ótta við að verða handtekin fyrir að hafa veitt samtökum sem álitin eru tengjast hryðjuverkum, „töluverða aðstoð". Nú er tekist á um það fyrir dómi hvort sjömeningarnir hafi eitthvað til síns máls og ákveði dómari að málið sé tækt er möguleiki á því að krefjast lögbanns á frumvarpið. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir þingkona hefur, ásamt sex öðrum, stefnt bandarískum stjórnvöldum fyrir rétt í New York vegna nýrra laga þar í landi sem hópurinn segir að gefi Bandaríkjaher heimild til að handtaka almenna borgara hvar sem er í heiminum og hneppa þá í varðhald án dóms og laga. Lögunum er ætlað að efla Bandaríkjamenn í baráttunni við hryðjuverk en hópurinn, sem auk Birgittu telur heimsfræga einstaklinga á borð við Noam Chomsky og rithöfundinn Naomi Wolf, segir að nú séu friðsamir mótmælendur, rithöfundar og háskólamenn í hættu á að verða settir í varðhald. Sjömenningarnir segja að lögin lami málfrelsi einstaklinga um allan heim, að því er fram kemur í breska blaðinu Guardian. Lögin heita "National Defense Authorization Bill (NDAA), en ganga undir nafninu „Homeland Battlefield Bill" og voru þau undirrituð af Barack Obama Bandaríkjaforseta í lok síðasta árs. Gagnýnendur laganna segja þau allt of óskýrt orðuð og því sé það opið fyrir túlkun hverjir teljist „stuðningsmenn hryðjuverka", eins og það er orðað. Í lögunum eru þekktir hryðjuverkahópar á borð við Al Kaída og Talíbana nefndir en einnig er talað um þá sem veiti þeim „töluverðan stuðning". Talsmenn Hvíta Hússins þvertaka fyrir að orðalagið gefi yfirvöldum færi á að handtaka hvern sem er. Chris Hedges, Pulitzer verðlaunahafi og fyrrverandi blaðamaður hjá New York Times, sem er í hópnum, sagði fyrir rétti í gær óttast að eiga á hættu að verða handtekinn á grundvelli laganna ef hann tæki viðtöl við íslamska öfgamenn, svo dæmi sé tekið. „Ég gæti lent í því að verða handtekinn af hernum, verða neitað um lögfræðiaðstoð og dúsað í fangelsi uns „átökunum lýkur" eins og það er orðað í frumvarpinu," segir Hedges. Metsöluhöfundurinn Naomi Wolf, einn þekktasti aktívisti heims í dag, las upp yfirlýsingu frá Birgittu Jónsdóttur fyrir réttinum í gær, en Birgitta segist ekki þora að ferðast til Bandaríkjanna, vegna tengsla hennar við WikiLeaks og fyrir þá staðreynd að háttsettir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum hafi kallað WikiLeaks hryðjuverkahóp. Þrátt fyrir að hafa fengið munnleg loforð þess efnis frá stjórnvöldum að hún sé ekki í hættu á að verða handtekin, segist Birgitta ekki vilja taka áhættuna. „Vegna þessara breytinga get ég ekki lengur ferðast til Bandaríkjanna af ótta við að verða handtekin fyrir að hafa veitt samtökum sem álitin eru tengjast hryðjuverkum, „töluverða aðstoð". Nú er tekist á um það fyrir dómi hvort sjömeningarnir hafi eitthvað til síns máls og ákveði dómari að málið sé tækt er möguleiki á því að krefjast lögbanns á frumvarpið.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira