Bæjarstjórinn biður undirmanni vægðar 3. september 2012 01:00 Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri á Hornafirði segir málin hafa verið slitin úr samhengi í fréttaflutningi af margfaldri umframeyðslu vegna sjónvarpsþátta.Fréttablaðið/Anton Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Hornafirði, vill að starfsmaður sveitarfélagsins sem sendur var í leyfi vegna gríðarlegrar umframeyðslu bæjarsjóðs í tengslum við gerð sjónvarpsþátta fái að snúa aftur. Eins og fram hefur komið er kostnaður sveitarfélagsins vegna sjónvarpsþáttanna sem RÚV gerði á Höfn í júní áætlaður 13,8 milljónir króna. Aðeins hafði verið samþykkt að verja þremur milljónum í verkefnið. Á bæjarstjórnarfundi 23. ágúst sagði Hjalti málið hafa verið "slitin út samhengi" í fréttaflutningi. "Mér finnst núna, eftir þennan fréttaflutning, í sjálfu sér algerlega verið nóg komið gagnvart þessum starfsmanni," sagði bæjarstjórinn og undirstrikaði ítrekað að það væri hann sjálfur sem bæjarstjóri sem bæri ábyrgð á stjórnsýslu sveitarfélagsins. Sín lífsspeki væri að allir gerðu mistök. "Og það gerðu fleiri sín mistök en það er líka þannig, sérstaklega þegar menn iðrast, eins og ég vill meina að menn geri í þessu tilfelli – þá eiga menn skilið fyrirgefningu, menn eiga skilið svigrúm til þess að rísa á fætur og halda áfram," sagði bæjarstjórinn. Hjalti sagði viðkomandi starfsmann hafa lagt gríðarlega hart að sér í störfum fyrir sveitarfélagið og haft meira á sinni könnu en nokkur annar starfsmaður sveitarfélagsins. "Ég óska þess að viðkomandi starfsmaður fái núna það svigrúm – og fái aftur það traust til að fóta sig að nýju hér innan sveitarfélagsins," biðlaði Hjalti til bæjarfulltrúanna og nefndi dæmi um störf viðkomandi manns fyrir sveitarfélagið: "Það var hann öðrum fremur í hruninu sem tryggði það að sveitarfélagið varði sínar peningalegu eignir. Það var þessi starfsmaður sem leitaði eftir upplýsingum í Landsbankanum um hvað væri að gerast með peningamarkaðssjóðina, fékk upplýsingar og við brugðumst við með þeim hætti að við færðum það inn í innlánsreikninga. Eigum við að stroka yfir þessi verk? Eða eigum við núna að segja: Heyrðu, ókei, hérna – þetta eru vextirnir af þessum tvö hundruð milljónum? Nei, ég bara, vitið það; við verðum auðvitað að gera málin upp í samhengi." Fulltrúar minnihluta í bæjarstjórn bentu á að aðeins fáum dögum fyrir upptökurnar hefði verið haldinn sérstakur fundur í bæjarráði um málið án þess að spilin væru lögð á borðið. "Það kom aldrei fram að við værum komin fram úr þeim fjárheimildum sem við höfðum áður samþykkt," sagði Björn Ingi Jónsson úr Sjálfstæðisflokki og minnti á að framsókn væri með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Reynir Arnarson, formaður bæjarráðs, sagði framsóknarmenn axla sína ábyrgð en ekki væri hægt að spóla til baka og byrja upp á nýtt. "Látum tímann leiða það í ljós hvernig þetta verk verður dæmt í framtíðinni," sagði Reynir. gar@frettabladid.is Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Hornafirði, vill að starfsmaður sveitarfélagsins sem sendur var í leyfi vegna gríðarlegrar umframeyðslu bæjarsjóðs í tengslum við gerð sjónvarpsþátta fái að snúa aftur. Eins og fram hefur komið er kostnaður sveitarfélagsins vegna sjónvarpsþáttanna sem RÚV gerði á Höfn í júní áætlaður 13,8 milljónir króna. Aðeins hafði verið samþykkt að verja þremur milljónum í verkefnið. Á bæjarstjórnarfundi 23. ágúst sagði Hjalti málið hafa verið "slitin út samhengi" í fréttaflutningi. "Mér finnst núna, eftir þennan fréttaflutning, í sjálfu sér algerlega verið nóg komið gagnvart þessum starfsmanni," sagði bæjarstjórinn og undirstrikaði ítrekað að það væri hann sjálfur sem bæjarstjóri sem bæri ábyrgð á stjórnsýslu sveitarfélagsins. Sín lífsspeki væri að allir gerðu mistök. "Og það gerðu fleiri sín mistök en það er líka þannig, sérstaklega þegar menn iðrast, eins og ég vill meina að menn geri í þessu tilfelli – þá eiga menn skilið fyrirgefningu, menn eiga skilið svigrúm til þess að rísa á fætur og halda áfram," sagði bæjarstjórinn. Hjalti sagði viðkomandi starfsmann hafa lagt gríðarlega hart að sér í störfum fyrir sveitarfélagið og haft meira á sinni könnu en nokkur annar starfsmaður sveitarfélagsins. "Ég óska þess að viðkomandi starfsmaður fái núna það svigrúm – og fái aftur það traust til að fóta sig að nýju hér innan sveitarfélagsins," biðlaði Hjalti til bæjarfulltrúanna og nefndi dæmi um störf viðkomandi manns fyrir sveitarfélagið: "Það var hann öðrum fremur í hruninu sem tryggði það að sveitarfélagið varði sínar peningalegu eignir. Það var þessi starfsmaður sem leitaði eftir upplýsingum í Landsbankanum um hvað væri að gerast með peningamarkaðssjóðina, fékk upplýsingar og við brugðumst við með þeim hætti að við færðum það inn í innlánsreikninga. Eigum við að stroka yfir þessi verk? Eða eigum við núna að segja: Heyrðu, ókei, hérna – þetta eru vextirnir af þessum tvö hundruð milljónum? Nei, ég bara, vitið það; við verðum auðvitað að gera málin upp í samhengi." Fulltrúar minnihluta í bæjarstjórn bentu á að aðeins fáum dögum fyrir upptökurnar hefði verið haldinn sérstakur fundur í bæjarráði um málið án þess að spilin væru lögð á borðið. "Það kom aldrei fram að við værum komin fram úr þeim fjárheimildum sem við höfðum áður samþykkt," sagði Björn Ingi Jónsson úr Sjálfstæðisflokki og minnti á að framsókn væri með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Reynir Arnarson, formaður bæjarráðs, sagði framsóknarmenn axla sína ábyrgð en ekki væri hægt að spóla til baka og byrja upp á nýtt. "Látum tímann leiða það í ljós hvernig þetta verk verður dæmt í framtíðinni," sagði Reynir. gar@frettabladid.is
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira