Innlent

Sáning á birkifræi hefur gefið góða raun

Hákonarlundur í Haukadal og Gunnlaugsskógur við Gunnarsholt spruttu eftir sáningu fræja. Mynd/Hreinn Óskarsson
Hákonarlundur í Haukadal og Gunnlaugsskógur við Gunnarsholt spruttu eftir sáningu fræja. Mynd/Hreinn Óskarsson
Vegna góðs fræárs hjá birkitrjám biðla Hekluskógar til einstaklinga, skóla eða félagasamtaka um að safna birkifræi á höfuðborgarsvæðinu og víðar um sunnan- og vestanvert landið. Að sögn Hreins Óskarssonar, verkefnisstjóra Hekluskóga, hefur verið samið við Endurvinnsluna um að taka við fræinu síðustu vikuna í september.

Undanfarin ár hafa verið gerðar tilraunir með að dreifa birkifræi á svæði innan Hekluskóga sem hefur gefið góða raun þó birkifræið geti tekið nokkur ár að spíra. Nú segir Hreinn töluvert land tilbúið fyrir sáningu birkis og með góðri hjálp frá almenningi ætti að vera hægt að safna hundruðum kílóa af fræi í september, til sáningar í haust. Frekari upplýsingar um hvernig á að bera sig að má svo finna á vef Hekluskóga (https://hekluskogar.is/birkifrae.htm).

Hekluskógaverkefnið hefur staðið í fimm ár og árangur verið framar vonum, segir Hreinn. ?Mest áhersla hefur verið lögð á gróðursetningu birkis víðs vegar um starfssvæðið sem er um 90 þúsund hektarar, eða tæpt eitt prósent Íslands.? Hreinn segir alls hafa verið gróðursettar um 1,8 milljónir af birki í hundruð reita sem þeki tæplega þúsund hektara. "Þessir reitir eru nú orðnir vel sýnilegir um svæðið allt og munu þeir sá sér út yfir nálæg svæði á næstu árum og áratugum."- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×