Innlent

Of Monsters and Men beint í þriðja sæti breska vinsældalistans

Platan My Head is an Animal með íslensku hljómsveitinni Of Monsters and Men fór beint í þriðja sæti breska vinsældalistans á BBC en listinn var gerðir opinber í gærkvöldi.

Þar með hefur hljómsveitin jafnað árangur Bjarkar á þessum lista en hún fór í þriðja sæti listans árið 1993.

Í fyrsta sætinu er hljómsveitin Little Mix og í öðru sæti er Emile Sande. My Head is an Animal er fyrsta plata Of Monsters and Men en hljómsveitin hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum.

Fyrsta smáskífa Of Monsters and Men, Little Talks, er í 12. sæti breska smáskífulistans í augnablikinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×