Innlent

Mannfall í Norður-Kóreu eftir fellibyl

mynd/AP
Hátt í fimmtíu manns létust þegar fellibylurinn Bolaven gekk yfir Norður-Kóreu um helgina. Þá eru rúmlega fimmtíu sárir og margir af þeim lífshættulega slasaðir.

Fellibylurinn fór yfir vesturhluta landsins. Samgöngu fóru víða úr skorðum. Þá var stór hluti landsins rafmagnslaust eftir að rafmagnsmöstur féllu.

Talið er að um tuttugu þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín vegna óveðursins.

Þá er búist við uppskerubresti í Norðu-Kóreu en rúmlega fimmtíu þúsund hektarar af beitilandi urðu fyrir skemmdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×