Innlent

Mega geyma erfðabreytt fræ í Grindavík

ORF Líftækni á hátæknigróðurhús þar sem erfðabreytt bygg er ræktað.
ORF Líftækni á hátæknigróðurhús þar sem erfðabreytt bygg er ræktað. mynd/orf
Líftækni hefur fengið leyfi frá Umhverfisstofnun fyrir geymslu og frævinnslu á erfðabreyttu byggi í húsnæði við Vörðusund 1 í Grindavík. Heimilt er að vinna með bygguppskeru frá ræktunarstöðum ORF Líftækni hf.

Frævinnslan mun nema þremur til fjórum tonnum fræja á ári. Gert er ráð fyrir að við vinnslu myndist úrgangur sem nemi um 500 kílóum á ári.

Meirihluti ráðgjafarnefndar um erfðabreyttar lífverur lagði til að leyfið yrði veitt. Meirihlutinn taldi umhverfisáhættu ekki aukast umtalsvert við flutning frævinnslunnar.

Vinnueftirlitið gerði ekki athugasemdir við upplýsingar í umsókn fyrirtækisins varðandi heilbrigðissjónarmið um að ekki séu þekktar ofnæmis- og eiturverkanir, fyrir utan ofnæmisviðbrögð hjá sumum einstaklingum.

Leyfisdrög voru send til kynningar hjá Grindavíkurbæ og Umhverfisnefnd Suðurnesja. Leyfið er gefið út á grundvelli laga um erfðabreyttar lífverur og reglugerðar um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera, og er veitt til 10 ára.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×