Viggó og Víóletta syngja á Gay Pride í New York 11. ágúst 2012 07:00 Viggó og Víóletta leggja land undir fót og flytja lag Hinsegin daga í Reykjavík 2012, Rönd í regnboga, á Gay Pride-hátíðinni í New York eftir tæpt ár en fyrst stíga þau á svið á Arnarhóli með gleðina að vopni.Fréttablaðið/Ernir „Hann þekkti lagið en upprunalega er þetta Don't Rain on my Parade með Barbra Streisand og hann vildi að við myndum flytja lagið á ensku með sama boðskap og við gerum á íslensku," segir Bjarni Snæbjörnsson leikari sem skipar hið konunglega söngleikjapar Viggó og Víólettu ásamt leikkonunni Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur. Þau eru flytjendur lags Hinsegin daga í ár, Rönd í regnboga, og hefur nú verið boðið að flytja það og bregða á leik á næstu Gay Pride-hátíð í New York í júní að ári liðnu. „Þetta er ein stærsta Gay Pride-hátíð heims og mikill heiður að vera boðið þangað," segir Bjarni glaður með viðbrögðin en veitingamaður þar í borg sá myndband við lagið fyrir viku og hafði samband um leið. „Það ótrúlegt hvað Facebook og Youtube hefur mikið að segja en svo er þetta líka þrælgott myndband sem er gert af sjálboðaliðum hinsegin samfélagsins á Íslandi." Veitingamaðurinn vill að dúettinn syngi lagið á veitingahúsi sínu. „Þetta er off-venue en borgin er risastór og margir viðburðir sem tengjast. Það er nú ekki eins og það vanti fólk sem geti sungið, leikið og dansað í New York svo það er gífurlegur heiður að þau telji sig knúin til að fá okkur." Viggó og Víóletta opna tónleika Hinsegin daga á Arnarhóli í dag klukkan hálf fjögur í kjölfar gleðigöngunnar. Þar flytja þau lagið Rönd í regnboga sem var útsett af Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni með texta Ævars Þórs Benediktssonar. „Lagið fagnar fjölbreytileikanum og þeirri staðreynd að Ísland og heimurinn allur er í raun ríkari fyrir þá staðreynd að fólk er ólíkt og að hver og einn einstaklingur sé stoltur af því hver hann og hún er." Viggó og Víóletta spruttu fram fullsköpuð á Hinsegin dögum árið 2008. „Við byrjuðum þar og bjuggum til vagn aftan á pallbíl og sungum söngleiki niður Laugarveginn," segir hann um söngelska tvíeykið sem hefur síðan þá skemmt við ýmis tilefni. „Við eigum fullt af efni en munum eflaust búa til eitthvað nýtt fyrir þetta tilefni," segir hann. Gay Pride-hátíðin í New York er með eina lengstu sögu slíkra hátíða en fyrsta baráttuganga samkynhneigðra fór þar fram 28. júní árið 1970 til heiðurs Stonewall uppþotinu ári áður í Greenwich Village hverfi borgarinnar. Samdægurs fóru fram gleðigöngur í Chicago og Los Angeles. hallfridur@frettabladid.is Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Hann þekkti lagið en upprunalega er þetta Don't Rain on my Parade með Barbra Streisand og hann vildi að við myndum flytja lagið á ensku með sama boðskap og við gerum á íslensku," segir Bjarni Snæbjörnsson leikari sem skipar hið konunglega söngleikjapar Viggó og Víólettu ásamt leikkonunni Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur. Þau eru flytjendur lags Hinsegin daga í ár, Rönd í regnboga, og hefur nú verið boðið að flytja það og bregða á leik á næstu Gay Pride-hátíð í New York í júní að ári liðnu. „Þetta er ein stærsta Gay Pride-hátíð heims og mikill heiður að vera boðið þangað," segir Bjarni glaður með viðbrögðin en veitingamaður þar í borg sá myndband við lagið fyrir viku og hafði samband um leið. „Það ótrúlegt hvað Facebook og Youtube hefur mikið að segja en svo er þetta líka þrælgott myndband sem er gert af sjálboðaliðum hinsegin samfélagsins á Íslandi." Veitingamaðurinn vill að dúettinn syngi lagið á veitingahúsi sínu. „Þetta er off-venue en borgin er risastór og margir viðburðir sem tengjast. Það er nú ekki eins og það vanti fólk sem geti sungið, leikið og dansað í New York svo það er gífurlegur heiður að þau telji sig knúin til að fá okkur." Viggó og Víóletta opna tónleika Hinsegin daga á Arnarhóli í dag klukkan hálf fjögur í kjölfar gleðigöngunnar. Þar flytja þau lagið Rönd í regnboga sem var útsett af Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni með texta Ævars Þórs Benediktssonar. „Lagið fagnar fjölbreytileikanum og þeirri staðreynd að Ísland og heimurinn allur er í raun ríkari fyrir þá staðreynd að fólk er ólíkt og að hver og einn einstaklingur sé stoltur af því hver hann og hún er." Viggó og Víóletta spruttu fram fullsköpuð á Hinsegin dögum árið 2008. „Við byrjuðum þar og bjuggum til vagn aftan á pallbíl og sungum söngleiki niður Laugarveginn," segir hann um söngelska tvíeykið sem hefur síðan þá skemmt við ýmis tilefni. „Við eigum fullt af efni en munum eflaust búa til eitthvað nýtt fyrir þetta tilefni," segir hann. Gay Pride-hátíðin í New York er með eina lengstu sögu slíkra hátíða en fyrsta baráttuganga samkynhneigðra fór þar fram 28. júní árið 1970 til heiðurs Stonewall uppþotinu ári áður í Greenwich Village hverfi borgarinnar. Samdægurs fóru fram gleðigöngur í Chicago og Los Angeles. hallfridur@frettabladid.is
Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira