Innlent

Innbrot, ökumaður á ofsahraða og ölvunarakstur

Innbrot í heimahús í Grindavík var tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Rúða hafði verið brotin í svalarhurð og óboðinn gestur farið þar inn. Hann hafði haft á brott með sér sjónvarp, auk þess sem búið var að skemma tvo skjái og fleiri tæki á heimilinu. Lögreglan rannsakar málið.

Þrír ökumenn reyndust aka langt yfir löglegum hraða á Reykjanesbraut þegar lögreglan á Suðurnesjum var þar við hefðbundið umferðareftirlit um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 140 kílómetra hraða. Hinir tveir óku á 134 og 115 kílómetra hraða. Leyfilegur hámarkshraði á Reykjanesbraut er 90 kílómetrar.

Lögreglan á Suðurnesjum hafði svo afskipti af þremur ökumönnum sem grunaðir voru um ölvun við akstur um nýliðna helgi. Þeir voru færðir á lögreglustöð. Í einu þessara tilvika var ökumaðurinn sviptur ökuréttindum fyrir að aka ölvaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×