Innlent

Gæsirnar koma óvanalega snemma

Það var fuglafræðingurinn Jóhann Óli sem tók þessa skemmtilegu mynd af gæsahópnum sem kom þrekaður eftir flug yfir Norður-Atlantshafið.
Það var fuglafræðingurinn Jóhann Óli sem tók þessa skemmtilegu mynd af gæsahópnum sem kom þrekaður eftir flug yfir Norður-Atlantshafið.
Áttin var mjög hagstæð fyrir farflug um helgina og mikill meðvindur. Þannig sáu fuglafræðingurinn Jóhann Óli Hilmarsson og formaður Fuglaverndarfélags Íslands gæsahóp koma til landsins í gær, en það er óvanalega snemmt. Í viðtali við dfs.is á Suðurlandi sagði Jóhann Óli:

"Við sáum hundruð álfta og grágæsa vera að koma af hafi og hafa þær væntanlega lagt upp frá Bretlandseyjum kvöldið áður. Hóparnir virtust halda áfram vestur yfir Suðurland, án þess að stoppa og hvílast. Sáum nokkra tjaldahópa, bæði að koma og hvíla sig. Heiðagæsir (um 100) voru í Landeyjum og hópur á flugi í Mýrdal, sömuleiðis voru um 20 blesgæsir í Landeyjum. Þetta er óvenjusnemmt fyrir þessar tvær gæsategundir, þær hafa í rauninni aldrei sést svo snemma fyrr. Vorið 2007 sáust þær báðar 27. mars, það var fyrsti komutími þeirra beggja fram að því. Hagstætt veðurfar, suðaustlæg eða austlæg átt beint frá Evrópu, hefur hjálpað fuglunum á þessu hættulega og erfiða farflugi yfir Norður-Atlantshafið."

Þá sáu félagarnir einnig Lóuna við Borg í Hraunshverfi á Eyrarbakka á föstudaginn. Hún hefur sést víðar undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×