Innlent

Öllu innanlandsflugi aflýst í kvöld

Búið er að aflýsa öllu flugi Flugfélags Íslands um Reykjavíkurflugvöll í kvöld. Veðurspáin fyrir kvöldið er slæm. Spáð er sunnan 13-18 metrum á sekúndu og rigningi eða súld en skýjað verður norðaustantil. Sunnan og suðvestan 18-23 metrar á sekúndu á V- landi undir kvöld. Búist er við að það lægi smám saman í nótt og á morgun, fyrst S- og V-lands, en áfram hvasst fyrir norðan og austan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×