Innlent

Tíu manns fastir í skútu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þungt er í sjóinn þar sem skútan er.
Þungt er í sjóinn þar sem skútan er.
Tíu manns eru um borð í pólskri skútu sem rekur undan veðri í stormi og um tíu metra ölduhæð um áttatíu sjómílur vestur af Færeyjum. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á Íslandi og björgunarstjórnstöðin í Þórshöfn fengu í morgun tilkynningu um að skútan væri í vanda. Varðskip og þyrlur voru send af stað frá Færeyjum. Þyrla kom að skipinu upp úr klukkan 10 en vegna veðurs reyndist ekki mögulegt að hífa fólk úr skútunni. Til stendur að reyna aftur í dag að ná fólkinu um borð í þyrlu, en stærri fiskiskip eru líka á leiðinni að skútunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×