Innlent

Eggin gleymdust á eldavél

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í nótt tilkynning um að mikil reykjarlykt væri í stigagangi fjölbýlishúss í umdæminu. Þegar lögreglumenn komu á staðinn var mikil brunalykt þar og reyndist hana leggja frá potti á eldavél í einni af íbúðunum.

Húsráðandi hafði verið að sjóða sér egg seint í gærkvöld og sofnað út frá eldamennskunni með þeim afleiðingum að eggin brunnu við. Hann kvaðst sjálfur myndu reykræsta íbúð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×