Innlent

Tveir menn slösuðust í bílveltu

Tveir menn slösuðust þegar bíll þeirra valt út af Vatnaleið á Snæfellsnesi í gærkvöldi. Þeir vour fyrst fluttir á heilsugæslustöðina í Stykkishólmi til aðhlynningar, en síðan áfram með sjúkrabíl á slysadeild Landsspítalans í Reykjavík. Fréttastofu er ekki nánar kunnugt um líðan þeirra eða hvernig slysið atvikaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×