Justin Timberlake og Jessica Biel gengu í það heilaga um síðustu helgi en eitt skyggði þó á þennan annars fullkomna dag.
"Justin var hálfslappur alla vikuna og á brúðkaupsdaginn," segir vinur parsins sem vill ekki láta nafn síns getið.
Parið lét gefa sig saman á hótelinu Borgo Egnazia á Suður-Ítalíu og náðu að skemmta sér konunglega í góðra vina hópi þrátt fyrir veikindi Justins.
"Það var rosalegt stuð á barnum og allir voru í banastuði – en Justin leið ekkert sérstaklega vel. Hann var samt í góðu skapi og skemmti sér vel," segir vinurinn.
Justin lét slappleikann ekki aftra sér í að syngja lag til brúðar sinnar í athöfninni, nýtt lag sem hann hefur ekki gefið út enn þá.
Veikur á brúðkaupsdaginn

Mest lesið









Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit
Lífið samstarf

Nýju Harry, Ron og Hermione fundin
Bíó og sjónvarp