DV: Ásakanir Bjarna alvarlegar 15. febrúar 2012 17:00 Feðgarnir Jón Trausti Reynisson og Reynir Traustason ritstýra DV. Ritstjórar DV segir að ásakanir Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að blaðið væri að ganga erinda Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, séu alvarlegar og vega að trúverðugleika blaðsins. DV hefur fjallað ítarlega um aðkomu Bjarna að lánveitingum Milestone og Glitnis, auk sölu hans á hlutabréfum í Glitni árið 2008. Blaðið segir að umfjöllunin byggi á fjölda staðreynda og gagna. Yfirlýsingu DV má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Rangar ásakanir gegn DVBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ásakaði ritstjórn DV um að ganga erinda Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi og í yfirlýsingu til fjölmiðla á mánudag. Ásakanirnar eru alvarlegar og vega að trúverðugleika DV sem hlutlauss fjölmiðils.Bjarni hefur engar sannanir fært á ítrekaðar ásakanir sínar. Aðdragandi ásakananna er að DV hefur fjallað um aðkomu Bjarna að viðskiptafléttu Milestone og Glitnis, auk sölu hans á hlutabréfum í Glitni í febrúar 2008. Umfjöllunin byggir á fjölda staðreynda og gagna, ólíkt órökstuddum ásökunum Bjarna. Afar óábyrgt er af formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins að færa ítrekað fram rangar og rakalausar ásakanir í fjölmiðlum.Ritstjórn DV lítur á það sem skyldu sína að upplýsa almenning. Í ritstjórnarstefnu DV er skýrt kveðið á um að „fjölmiðillinn DV og fréttamenn hans vinna ekki út frá hagsmunum stjórnmálaflokka". Ásakanir Bjarna vega að grunngildum fjölmiðilsins.Ekki er sjálfsagt að leynd sé yfir aðkomu stjórnmálamanna að viðskiptafléttu, sem kostaði almenning milljarða króna og er að hluta til fyrir dómstólum vegna meintra efnahagsbrota, hvort sem grunur leikur á um lögbrot stjórnmálamannsins eða ekki.Óskandi er að stjórnmálamenn hafi lært af efnahagshruninu að skjóta ekki sendiboðann.Í Rannsóknarskýrslu Alþingis um efnahagshrunið er komist að þeirri niðurstöðu að íslenskir fjölmiðlar hafi verið of værukærir í umfjöllunum sínum. Hagsmunir samfélagsins í heild fara ekki alltaf saman við hagsmuni einstakra stjórnmálamanna. Gagnsæi og öflug rannsóknarblaðamennska er hluti af þeim grunni sem öflugt lýðræðisríki verður að standa á.Fyrir hönd DV.Jón Trausti Reynisson ritstjóriReynir Traustason ritstjóri Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Ritstjórar DV segir að ásakanir Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að blaðið væri að ganga erinda Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, séu alvarlegar og vega að trúverðugleika blaðsins. DV hefur fjallað ítarlega um aðkomu Bjarna að lánveitingum Milestone og Glitnis, auk sölu hans á hlutabréfum í Glitni árið 2008. Blaðið segir að umfjöllunin byggi á fjölda staðreynda og gagna. Yfirlýsingu DV má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Rangar ásakanir gegn DVBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ásakaði ritstjórn DV um að ganga erinda Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi og í yfirlýsingu til fjölmiðla á mánudag. Ásakanirnar eru alvarlegar og vega að trúverðugleika DV sem hlutlauss fjölmiðils.Bjarni hefur engar sannanir fært á ítrekaðar ásakanir sínar. Aðdragandi ásakananna er að DV hefur fjallað um aðkomu Bjarna að viðskiptafléttu Milestone og Glitnis, auk sölu hans á hlutabréfum í Glitni í febrúar 2008. Umfjöllunin byggir á fjölda staðreynda og gagna, ólíkt órökstuddum ásökunum Bjarna. Afar óábyrgt er af formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins að færa ítrekað fram rangar og rakalausar ásakanir í fjölmiðlum.Ritstjórn DV lítur á það sem skyldu sína að upplýsa almenning. Í ritstjórnarstefnu DV er skýrt kveðið á um að „fjölmiðillinn DV og fréttamenn hans vinna ekki út frá hagsmunum stjórnmálaflokka". Ásakanir Bjarna vega að grunngildum fjölmiðilsins.Ekki er sjálfsagt að leynd sé yfir aðkomu stjórnmálamanna að viðskiptafléttu, sem kostaði almenning milljarða króna og er að hluta til fyrir dómstólum vegna meintra efnahagsbrota, hvort sem grunur leikur á um lögbrot stjórnmálamannsins eða ekki.Óskandi er að stjórnmálamenn hafi lært af efnahagshruninu að skjóta ekki sendiboðann.Í Rannsóknarskýrslu Alþingis um efnahagshrunið er komist að þeirri niðurstöðu að íslenskir fjölmiðlar hafi verið of værukærir í umfjöllunum sínum. Hagsmunir samfélagsins í heild fara ekki alltaf saman við hagsmuni einstakra stjórnmálamanna. Gagnsæi og öflug rannsóknarblaðamennska er hluti af þeim grunni sem öflugt lýðræðisríki verður að standa á.Fyrir hönd DV.Jón Trausti Reynisson ritstjóriReynir Traustason ritstjóri
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira