Innlent

Kveikt í dagblöðum í Kópavogi

Kveikt var í dagblöðum sem lágu í póstkössum í fjölbýlishúsi við Vallakór í Kópavogi í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var búið að slökkva eldinn þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang. Þó nokkur reykur var þó í anddyri og á stigagangi fjölbýlishússins og þurfti því að reykræsta og lofta út, að sögn varðstjóra. Ekki er vitað hverjir voru að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×