Amnesty minnir á ófremdarástandið í Aserbaídjan 8. febrúar 2012 16:31 Kristalshöllin er glæsilegt mannvirki en byggingin hefur verið harðlega gagnrýnd. Íslandsdeild Amnesty International vekur athygli á skýrslu um ástand mannréttinda í Aserbaídsjan, sem kom út í lok 2011. Landið, sem heldur Eurovision keppnina þetta árið hefur mikið verið í umræðunni í dag sökum þess að Páll Óskar Hjálmtýsson hvetur Íslendinga til þess að sniðganga keppnina í ljósi frétta af mannréttindabrotum gegn íbúum í höfuðborginni Bakú sem hafa verið flæmdir brott af heimilum sínum til þess að hægt sé að byggja Kristalshöllina sem á að hýsa keppnina. „Skýrslan fjallar um árásir stjórnvalda á mótmælendur, frá því að mótmæli brutust út í landinu í mars 2011," segir í tilkynningu frá Amnesty. „Skýrslan ber heitið Vorið sem aldrei varð: árásir gegn frelsi í Aserbaídsjan, ( The spring that never blossomed: Freedoms suppressed in Azerbaijan) lýsir öldu hótana og fangelsana stjórnvalda í kjölfar mótmæla gegn spillingu og aukinni kúgun gegn óháðum fréttamiðlum, frjálsum félagasamtökum og stjórnarandstöðuflokkum."Erlendir fjölmiðlar bannaðir Ennfremur segir að ungt baráttufólk og stjórnarandstæðingar hafi verið sett í fangelsi að geðþótta yfirvalda, eða í kjölfar upploginna ásakana, en blaðamenn og baráttufólk fyrir mannréttindum hafa sætt hótunum og áreitni. „Amnesty International telur 17 manns, sem handteknir voru í kringum mótmælin, vera samviskufanga og krefst þess að þeir verði tafarlaust leystir úr haldi." „Amnesty International hvetur Evrópusambandið og alla aðra, sem eiga í alþjóðlegri samvinnu við Aserbaídsjan, að þrýsta á um að samviskufangar í landinu verði leystir úr haldi og stjórnvöld hætti að berja niður friðsamleg mótmæli, gagnrýni og stjórnarandstöðu í landinu," segir einnig í tilkynningunni. „Hundruð mótmælenda gengu um götur höfuðborgarinnar, Baku, í mars og apríl 2011 og krafðist lýðræðislegra umbóta og aukinnar virðingar við mannréttindi. Stjórnarandstæðingar og baráttufólk tók mið af fjöldamótmælunum í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku og notaði miðla á netinu til að skipuleggja sig og miðla upplýsingum. Yfirvöld í Aserbaídsjan svöruðu með því að banna mótmæli og áreita og handtaka bloggara og baráttufólk," segir ennfremur og því bætt við að í kjölfarið hafi 14 baráttumenn og stjórnarandstæðinga verið dæmdir í allt að þriggja ára fangelsi fyrir að „skipuleggja og taka þátt í brotum gegn almannareglu". „Amnesty International telur að engar sannanir séu fyrir því að þessir einstaklingar hafi gert annað en að nýta sér tjáningar- og fundafrelsi sitt þegar þeir skipulögðu friðsamleg mótmæli í miðborg Baku. Stjórnvöld halda áfram að nota dómskerfið til að þagga niður í gagnrýni fjölmiðla, og erlendir fjölmiðlar hafa ekki verið leyfðir í landinu frá 2009," segir einnig en tilkynningu Amnesty má sjá hér í heild sinni. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Íslandsdeild Amnesty International vekur athygli á skýrslu um ástand mannréttinda í Aserbaídsjan, sem kom út í lok 2011. Landið, sem heldur Eurovision keppnina þetta árið hefur mikið verið í umræðunni í dag sökum þess að Páll Óskar Hjálmtýsson hvetur Íslendinga til þess að sniðganga keppnina í ljósi frétta af mannréttindabrotum gegn íbúum í höfuðborginni Bakú sem hafa verið flæmdir brott af heimilum sínum til þess að hægt sé að byggja Kristalshöllina sem á að hýsa keppnina. „Skýrslan fjallar um árásir stjórnvalda á mótmælendur, frá því að mótmæli brutust út í landinu í mars 2011," segir í tilkynningu frá Amnesty. „Skýrslan ber heitið Vorið sem aldrei varð: árásir gegn frelsi í Aserbaídsjan, ( The spring that never blossomed: Freedoms suppressed in Azerbaijan) lýsir öldu hótana og fangelsana stjórnvalda í kjölfar mótmæla gegn spillingu og aukinni kúgun gegn óháðum fréttamiðlum, frjálsum félagasamtökum og stjórnarandstöðuflokkum."Erlendir fjölmiðlar bannaðir Ennfremur segir að ungt baráttufólk og stjórnarandstæðingar hafi verið sett í fangelsi að geðþótta yfirvalda, eða í kjölfar upploginna ásakana, en blaðamenn og baráttufólk fyrir mannréttindum hafa sætt hótunum og áreitni. „Amnesty International telur 17 manns, sem handteknir voru í kringum mótmælin, vera samviskufanga og krefst þess að þeir verði tafarlaust leystir úr haldi." „Amnesty International hvetur Evrópusambandið og alla aðra, sem eiga í alþjóðlegri samvinnu við Aserbaídsjan, að þrýsta á um að samviskufangar í landinu verði leystir úr haldi og stjórnvöld hætti að berja niður friðsamleg mótmæli, gagnrýni og stjórnarandstöðu í landinu," segir einnig í tilkynningunni. „Hundruð mótmælenda gengu um götur höfuðborgarinnar, Baku, í mars og apríl 2011 og krafðist lýðræðislegra umbóta og aukinnar virðingar við mannréttindi. Stjórnarandstæðingar og baráttufólk tók mið af fjöldamótmælunum í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku og notaði miðla á netinu til að skipuleggja sig og miðla upplýsingum. Yfirvöld í Aserbaídsjan svöruðu með því að banna mótmæli og áreita og handtaka bloggara og baráttufólk," segir ennfremur og því bætt við að í kjölfarið hafi 14 baráttumenn og stjórnarandstæðinga verið dæmdir í allt að þriggja ára fangelsi fyrir að „skipuleggja og taka þátt í brotum gegn almannareglu". „Amnesty International telur að engar sannanir séu fyrir því að þessir einstaklingar hafi gert annað en að nýta sér tjáningar- og fundafrelsi sitt þegar þeir skipulögðu friðsamleg mótmæli í miðborg Baku. Stjórnvöld halda áfram að nota dómskerfið til að þagga niður í gagnrýni fjölmiðla, og erlendir fjölmiðlar hafa ekki verið leyfðir í landinu frá 2009," segir einnig en tilkynningu Amnesty má sjá hér í heild sinni.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira