Amnesty minnir á ófremdarástandið í Aserbaídjan 8. febrúar 2012 16:31 Kristalshöllin er glæsilegt mannvirki en byggingin hefur verið harðlega gagnrýnd. Íslandsdeild Amnesty International vekur athygli á skýrslu um ástand mannréttinda í Aserbaídsjan, sem kom út í lok 2011. Landið, sem heldur Eurovision keppnina þetta árið hefur mikið verið í umræðunni í dag sökum þess að Páll Óskar Hjálmtýsson hvetur Íslendinga til þess að sniðganga keppnina í ljósi frétta af mannréttindabrotum gegn íbúum í höfuðborginni Bakú sem hafa verið flæmdir brott af heimilum sínum til þess að hægt sé að byggja Kristalshöllina sem á að hýsa keppnina. „Skýrslan fjallar um árásir stjórnvalda á mótmælendur, frá því að mótmæli brutust út í landinu í mars 2011," segir í tilkynningu frá Amnesty. „Skýrslan ber heitið Vorið sem aldrei varð: árásir gegn frelsi í Aserbaídsjan, ( The spring that never blossomed: Freedoms suppressed in Azerbaijan) lýsir öldu hótana og fangelsana stjórnvalda í kjölfar mótmæla gegn spillingu og aukinni kúgun gegn óháðum fréttamiðlum, frjálsum félagasamtökum og stjórnarandstöðuflokkum."Erlendir fjölmiðlar bannaðir Ennfremur segir að ungt baráttufólk og stjórnarandstæðingar hafi verið sett í fangelsi að geðþótta yfirvalda, eða í kjölfar upploginna ásakana, en blaðamenn og baráttufólk fyrir mannréttindum hafa sætt hótunum og áreitni. „Amnesty International telur 17 manns, sem handteknir voru í kringum mótmælin, vera samviskufanga og krefst þess að þeir verði tafarlaust leystir úr haldi." „Amnesty International hvetur Evrópusambandið og alla aðra, sem eiga í alþjóðlegri samvinnu við Aserbaídsjan, að þrýsta á um að samviskufangar í landinu verði leystir úr haldi og stjórnvöld hætti að berja niður friðsamleg mótmæli, gagnrýni og stjórnarandstöðu í landinu," segir einnig í tilkynningunni. „Hundruð mótmælenda gengu um götur höfuðborgarinnar, Baku, í mars og apríl 2011 og krafðist lýðræðislegra umbóta og aukinnar virðingar við mannréttindi. Stjórnarandstæðingar og baráttufólk tók mið af fjöldamótmælunum í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku og notaði miðla á netinu til að skipuleggja sig og miðla upplýsingum. Yfirvöld í Aserbaídsjan svöruðu með því að banna mótmæli og áreita og handtaka bloggara og baráttufólk," segir ennfremur og því bætt við að í kjölfarið hafi 14 baráttumenn og stjórnarandstæðinga verið dæmdir í allt að þriggja ára fangelsi fyrir að „skipuleggja og taka þátt í brotum gegn almannareglu". „Amnesty International telur að engar sannanir séu fyrir því að þessir einstaklingar hafi gert annað en að nýta sér tjáningar- og fundafrelsi sitt þegar þeir skipulögðu friðsamleg mótmæli í miðborg Baku. Stjórnvöld halda áfram að nota dómskerfið til að þagga niður í gagnrýni fjölmiðla, og erlendir fjölmiðlar hafa ekki verið leyfðir í landinu frá 2009," segir einnig en tilkynningu Amnesty má sjá hér í heild sinni. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Íslandsdeild Amnesty International vekur athygli á skýrslu um ástand mannréttinda í Aserbaídsjan, sem kom út í lok 2011. Landið, sem heldur Eurovision keppnina þetta árið hefur mikið verið í umræðunni í dag sökum þess að Páll Óskar Hjálmtýsson hvetur Íslendinga til þess að sniðganga keppnina í ljósi frétta af mannréttindabrotum gegn íbúum í höfuðborginni Bakú sem hafa verið flæmdir brott af heimilum sínum til þess að hægt sé að byggja Kristalshöllina sem á að hýsa keppnina. „Skýrslan fjallar um árásir stjórnvalda á mótmælendur, frá því að mótmæli brutust út í landinu í mars 2011," segir í tilkynningu frá Amnesty. „Skýrslan ber heitið Vorið sem aldrei varð: árásir gegn frelsi í Aserbaídsjan, ( The spring that never blossomed: Freedoms suppressed in Azerbaijan) lýsir öldu hótana og fangelsana stjórnvalda í kjölfar mótmæla gegn spillingu og aukinni kúgun gegn óháðum fréttamiðlum, frjálsum félagasamtökum og stjórnarandstöðuflokkum."Erlendir fjölmiðlar bannaðir Ennfremur segir að ungt baráttufólk og stjórnarandstæðingar hafi verið sett í fangelsi að geðþótta yfirvalda, eða í kjölfar upploginna ásakana, en blaðamenn og baráttufólk fyrir mannréttindum hafa sætt hótunum og áreitni. „Amnesty International telur 17 manns, sem handteknir voru í kringum mótmælin, vera samviskufanga og krefst þess að þeir verði tafarlaust leystir úr haldi." „Amnesty International hvetur Evrópusambandið og alla aðra, sem eiga í alþjóðlegri samvinnu við Aserbaídsjan, að þrýsta á um að samviskufangar í landinu verði leystir úr haldi og stjórnvöld hætti að berja niður friðsamleg mótmæli, gagnrýni og stjórnarandstöðu í landinu," segir einnig í tilkynningunni. „Hundruð mótmælenda gengu um götur höfuðborgarinnar, Baku, í mars og apríl 2011 og krafðist lýðræðislegra umbóta og aukinnar virðingar við mannréttindi. Stjórnarandstæðingar og baráttufólk tók mið af fjöldamótmælunum í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku og notaði miðla á netinu til að skipuleggja sig og miðla upplýsingum. Yfirvöld í Aserbaídsjan svöruðu með því að banna mótmæli og áreita og handtaka bloggara og baráttufólk," segir ennfremur og því bætt við að í kjölfarið hafi 14 baráttumenn og stjórnarandstæðinga verið dæmdir í allt að þriggja ára fangelsi fyrir að „skipuleggja og taka þátt í brotum gegn almannareglu". „Amnesty International telur að engar sannanir séu fyrir því að þessir einstaklingar hafi gert annað en að nýta sér tjáningar- og fundafrelsi sitt þegar þeir skipulögðu friðsamleg mótmæli í miðborg Baku. Stjórnvöld halda áfram að nota dómskerfið til að þagga niður í gagnrýni fjölmiðla, og erlendir fjölmiðlar hafa ekki verið leyfðir í landinu frá 2009," segir einnig en tilkynningu Amnesty má sjá hér í heild sinni.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira