Innlent

Um 50 björgunarsveitarmenn leita tveggja strokupilta

Björgunarsveitarmenn að störfum. Mynd tengist frétt ekki beint.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd/Vilhelm
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Húnavatnssýslum og Skagafirði leita nú unglingspilta er struku af meðferðarheimili í Skagafirði fyrr í dag.

Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar á áttunda tímanum í kvöld og skömmu síðar gaf einn drengjanna sig fram en ekki er vitað hvar hinir tveir halda sig. Talið er að þeir hafi farið í Svartárdal, inn af Húnaveri.

Um 50 björgunarsveitamenn taka þátt í leitinni og aka þeir slóða og leita í útihúsum við sveitabæi í dalnum. Veður á svæðinu er ágætt en hiti er kominn niður undir frostmark. Talið er að drengirnir séu afar illa búnir, segir á vef Landsbjargar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×