Innlent

Grútaður fálki í Húsdýragarðinum

Fálkaungi. Mynd tengist frétt ekki beint.
Fálkaungi. Mynd tengist frétt ekki beint. mynd/stöð 2
Starfsmenn Húsdýragarðsins í Reykjavík eru nú að undirbúa komu fálka, sem fannst ataður í grút skammt frá Grundarfirði í gær. Finnendur náðu að handsama hann og verður hann vistaður í hundabúri þar til hann kemur í Húsdýragarðinn. Að sögn Jóns Gíslasonar yfir dýrahirðis þar, verður reynt að gefa honum að éta áður en hann verður settur í bað með tilheyarndi sápu og ef allt gengur að óskum verður hann svo vistaður í nokkra daga í garðinum áður en honum verður sleppt. Ekki er vitað í hverskonar grút fálkinn lenti, en frengir hafa borist af grútarflekkjum við strendur Breiðafjarðar, sem raktir eru til dauðrar síldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×