Ýtti við yfirmanni Dróma og ruddist inn á heimilið Erla Hlynsdóttir skrifar 22. febrúar 2012 19:00 Ráðist var á yfirmann hjá Dróma á heimili hans í gær. Lögregla var strax kölluð til. Árásarmaðurinn er ósáttur viðskiptavinur sem taldi sig eiga harma að hefna. Hann sér eftir því að hafa farið heim til mannsins. Starfsfólki Dróma var tilkynnt um árásina í morgun. Starfsmenn eru að vonum slegnir og hefur þeim verið boðin áfallahjálp. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa verið gerðar ráðstafanir til að auka öryggi þeirra. Engir öryggisverðir voru sjáanlegir í starfsstöðvum síðdegis en þar fyrir utan eru öryggismyndavélar sem enginn kemst óséður framhjá. Drómi er fjármálafyrirtæki sem yfirtók skuldir SPRON og Frjálsa fjárfestingabankann. Starfshættir fyrirtækisins og innheimtuaðgerðir hafa verið harðlega gagnrýndar. Magnús Pálmarsson, hjá slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans, staðfestir að mjög alvarlegur atburður hafi átt sér stað í gær og að forsvarsmenn Dróma hafi áhyggjur af öryggi starfsmanna sinna. Hann verst annars allra frétta. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom árásarmaðurinn að heimili yfirmanns Dróma síðdegis í gær og bankaði uppá. Dóttir húseiganda opnaði og kallaði á föður sinn. Yfirmaðurinn ber því við að þegar hann kom að dyrunum ýtti árásarmaðurinn honum, gekk inn í húsið og sló hann í höfuðið. Því næst fór hann af vettvangi. Yfirmaðurinn bar kennsl á árásarmanninn sem ósáttann viðskiptavin. Lögregla hafði uppi á árásarmanninum skömmu síðar, hann játaði að hafa verið á heimili mannsins og að til handalögmála hefði komið. Brotaþoli lagði síðdegis fram kæru á hendur manninum vegna húsbrots og árásar. Árásarmaðurinn óskaði sjálfur eftir að gefa lögreglu skýrslu en fékk ekki þar sem formleg kæra var þá ekki komin fram. Hinn kærði heldur því fram að yfirmaðurinn hafi ýtt við sér áður en hann ýtti honum á móti og við þá hreyfingu hafi hann sett hönd sína á höfuð mannsins, „nokkuð ákveðið." Maðurinn vill koma á framfæri að dómar sem fallið hafa, staðfesta skýlausan rétt hans til að fá endurgreiddar tæpar fjórtán milljónir frá Dróma, vegna láns sem tæplega tvöfaldaðist og hann hafði greitt að fullu. Maðurinn kom ennfremur á framfæri við fréttastofu að hann hefur ítrekað reynt að ná tali af yfirmanninum án árangurs. Hann segist á sínum tíma hafa tekið lán upp á rúmar þrettán milljónir hjá Frjálsa fjárfestingabankanum. Lánið varð á endanum að 24 milljónum. Maðurinn greiddi það lán að fullu með því að afsala sér eign til Frjálsa fjárfestingabankann. Fréttastofa hefur undir höndum gögn þess efnis. Þá segir hann að allir dómar sem fallið hafa, staðfesti skýlausan rétt hans til endurgreiðslu, sökum ofgreidds láns. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ráðist var á yfirmann hjá Dróma á heimili hans í gær. Lögregla var strax kölluð til. Árásarmaðurinn er ósáttur viðskiptavinur sem taldi sig eiga harma að hefna. Hann sér eftir því að hafa farið heim til mannsins. Starfsfólki Dróma var tilkynnt um árásina í morgun. Starfsmenn eru að vonum slegnir og hefur þeim verið boðin áfallahjálp. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa verið gerðar ráðstafanir til að auka öryggi þeirra. Engir öryggisverðir voru sjáanlegir í starfsstöðvum síðdegis en þar fyrir utan eru öryggismyndavélar sem enginn kemst óséður framhjá. Drómi er fjármálafyrirtæki sem yfirtók skuldir SPRON og Frjálsa fjárfestingabankann. Starfshættir fyrirtækisins og innheimtuaðgerðir hafa verið harðlega gagnrýndar. Magnús Pálmarsson, hjá slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans, staðfestir að mjög alvarlegur atburður hafi átt sér stað í gær og að forsvarsmenn Dróma hafi áhyggjur af öryggi starfsmanna sinna. Hann verst annars allra frétta. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom árásarmaðurinn að heimili yfirmanns Dróma síðdegis í gær og bankaði uppá. Dóttir húseiganda opnaði og kallaði á föður sinn. Yfirmaðurinn ber því við að þegar hann kom að dyrunum ýtti árásarmaðurinn honum, gekk inn í húsið og sló hann í höfuðið. Því næst fór hann af vettvangi. Yfirmaðurinn bar kennsl á árásarmanninn sem ósáttann viðskiptavin. Lögregla hafði uppi á árásarmanninum skömmu síðar, hann játaði að hafa verið á heimili mannsins og að til handalögmála hefði komið. Brotaþoli lagði síðdegis fram kæru á hendur manninum vegna húsbrots og árásar. Árásarmaðurinn óskaði sjálfur eftir að gefa lögreglu skýrslu en fékk ekki þar sem formleg kæra var þá ekki komin fram. Hinn kærði heldur því fram að yfirmaðurinn hafi ýtt við sér áður en hann ýtti honum á móti og við þá hreyfingu hafi hann sett hönd sína á höfuð mannsins, „nokkuð ákveðið." Maðurinn vill koma á framfæri að dómar sem fallið hafa, staðfesta skýlausan rétt hans til að fá endurgreiddar tæpar fjórtán milljónir frá Dróma, vegna láns sem tæplega tvöfaldaðist og hann hafði greitt að fullu. Maðurinn kom ennfremur á framfæri við fréttastofu að hann hefur ítrekað reynt að ná tali af yfirmanninum án árangurs. Hann segist á sínum tíma hafa tekið lán upp á rúmar þrettán milljónir hjá Frjálsa fjárfestingabankanum. Lánið varð á endanum að 24 milljónum. Maðurinn greiddi það lán að fullu með því að afsala sér eign til Frjálsa fjárfestingabankann. Fréttastofa hefur undir höndum gögn þess efnis. Þá segir hann að allir dómar sem fallið hafa, staðfesti skýlausan rétt hans til endurgreiðslu, sökum ofgreidds láns.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira