Innlent

Sigurður sór drengskaparheit

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður við komuna í Þjóðmenningarhúsið í dag.
Sigurður við komuna í Þjóðmenningarhúsið í dag. mynd/ gva.
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sór eiðstaf að vitnisburði sínum þegar skýrslutöku lauk yfir honum fyrir Landsdómi í dag. Hann er fyrsta vitnið sem sver eiðstaf. Það var Andri Árnason, verjandi Geirs, sem fór fram á að hann myndi gera það.

Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, hefur kynnt öllum vitnum það við upphaf skýrslutöku þeirra að þeir kunni að vera beðnir um að sverja eiðstaf. Eftir að verjandi fór fram á að Sigurður myndi gera það bauð Markús honum að sverja drengskaparheit eða að sverja við Biblíuna og kaus Sigurður að sverja drengskaparheit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×