Telur að 200 milljarða skuldabaggi geti hvílt á Íbúðalánasjóði Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. nóvember 2012 10:56 Bjarni Benediktsson spurði forsætisráðherra út í mál Íbúðalánasjóðs í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að skuldbindingar Íbúðalánasjóðs umfram eignir geti numið allt að 200 milljörðum króna ef allt fer í óefni. Hann spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra út í málið við upphaf þingfundar í dag. „Til hvaða aðgerða er raunhæft að grípa til, til þess að lágmarka áhættu almennings af lágri eiginfjárstöðu?" spurði Bjarni. Hann spurði líka hvort skynsamlegt væri að reka Íbúðalánasjóð með nánast ekkert eigið fé en með ríkisábyrgð. Bjarni benti á að fasteignalánin væru ekki áhættulaus starfsemi. Vandinn mjög mikill „Það liggur fyrir að vandi Íbúðalánasjóðs er mjög mikill og á honum verður að taka og það hefur ríkisstjórnin verið að gera," svaraði Jóhanna. Hún benti á að á árinu 2010 hefðu verið lagðir inn 33 milljarðar í Íbúðalánasjóð og nú hefði verið ákveðið að leggja inn 13 milljarða. „Það er ljóst að þessi vandi er kerfislægur og hann varð til árið 2004 eins og fram hefur komið," sagði Jóhanna. Þá hafi verið gripið til aðgerða sem hafi skapað þá uppgreiðsluhættu sem nú steðjaði að Íbúðalánasjóði, en lán útlán sjóðsins eru uppgreiðanleg en ekki skuldir hans. Þennan vanda þyrfti að skoða en líka vandann sem fylgir því að íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs eru nú vel á annað þúsund og þeim mun líklega fjölga.Óþarfi að fara í sakbendingar „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að greina vandann, hver rót hans er en ekki fara í miklar sakbendingar. Það væri þá nærtækt af mér að benda á að hæstvirtur forsætisráðherra gerði ekkert í málinu þegar hún var félagsmálaráðherra frá árinu 2007," sagði Bjarni þá. Aðalmálið væri að lágmarka áhættu almennings vegna þessarar stöðu. Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að skuldbindingar Íbúðalánasjóðs umfram eignir geti numið allt að 200 milljörðum króna ef allt fer í óefni. Hann spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra út í málið við upphaf þingfundar í dag. „Til hvaða aðgerða er raunhæft að grípa til, til þess að lágmarka áhættu almennings af lágri eiginfjárstöðu?" spurði Bjarni. Hann spurði líka hvort skynsamlegt væri að reka Íbúðalánasjóð með nánast ekkert eigið fé en með ríkisábyrgð. Bjarni benti á að fasteignalánin væru ekki áhættulaus starfsemi. Vandinn mjög mikill „Það liggur fyrir að vandi Íbúðalánasjóðs er mjög mikill og á honum verður að taka og það hefur ríkisstjórnin verið að gera," svaraði Jóhanna. Hún benti á að á árinu 2010 hefðu verið lagðir inn 33 milljarðar í Íbúðalánasjóð og nú hefði verið ákveðið að leggja inn 13 milljarða. „Það er ljóst að þessi vandi er kerfislægur og hann varð til árið 2004 eins og fram hefur komið," sagði Jóhanna. Þá hafi verið gripið til aðgerða sem hafi skapað þá uppgreiðsluhættu sem nú steðjaði að Íbúðalánasjóði, en lán útlán sjóðsins eru uppgreiðanleg en ekki skuldir hans. Þennan vanda þyrfti að skoða en líka vandann sem fylgir því að íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs eru nú vel á annað þúsund og þeim mun líklega fjölga.Óþarfi að fara í sakbendingar „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að greina vandann, hver rót hans er en ekki fara í miklar sakbendingar. Það væri þá nærtækt af mér að benda á að hæstvirtur forsætisráðherra gerði ekkert í málinu þegar hún var félagsmálaráðherra frá árinu 2007," sagði Bjarni þá. Aðalmálið væri að lágmarka áhættu almennings vegna þessarar stöðu.
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira