Ragnhildur Steinunn hitti Of Monsters í sundi Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. september 2012 11:57 Minnstu munaði að lagið "King and Lionheart", sem íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men hefur gert nokkuð frægt, kæmi aldrei út. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar, er höfundur lagsins og kveðst hún stundum vera svo feimin við að sýna strákunum í hljómsveitinni login sín að hún hafi varla þorað að sýna strákunum þetta lag. Frá þessu segir Nanna Bryndís í viðtali við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur í fyrsta þætti Ísþjóðarinnar sem sýndur er á RÚV í kvöld. Nanna Bryndís segist þurfa að hafa fulla trúa á lagahugmynd sinni áður en hún sýnir einhverjum,því henni þykir svo vænt um allt sem hún sendir frá sér. Hljómsveitin hefur lagt það í vana sinn að mæta í sundlaugina í Garðabæ eftir hvert tónleikaferðalag. Þar sprella strákarnir í rennubrautinni og slaka á í pottinum. Þeir Arnar, Árni, Kristján og Brynjar tóku því ekkert annað í mál en að hitta Ragnhildi Steinunni í heitapottinum í Garðabæ þegar kom að upptökum fyrir Ísþjóðina. Ragnhildur Steinunn segir að það hafi verið töluverð fyrirhöfn að ná hljómsveitinni saman fyrir upptökur á þættinum, enda sé dagskráin hjá hljómsveitinni stíf. "Þau hafa verið á stífu tónleikaferðalagi og öll þeirra mál fara í gegnum umboðsmann. Þau eru greinilega orðin stór og verða líklegast bara stærri," segir Ragnhildur Steinunn. Sé smellt á hlekkinn hér að ofan má sjá þegar sveitin tók King and Lionheart í Poppskúrnum á Vísi í fyrravetur. Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Minnstu munaði að lagið "King and Lionheart", sem íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men hefur gert nokkuð frægt, kæmi aldrei út. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar, er höfundur lagsins og kveðst hún stundum vera svo feimin við að sýna strákunum í hljómsveitinni login sín að hún hafi varla þorað að sýna strákunum þetta lag. Frá þessu segir Nanna Bryndís í viðtali við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur í fyrsta þætti Ísþjóðarinnar sem sýndur er á RÚV í kvöld. Nanna Bryndís segist þurfa að hafa fulla trúa á lagahugmynd sinni áður en hún sýnir einhverjum,því henni þykir svo vænt um allt sem hún sendir frá sér. Hljómsveitin hefur lagt það í vana sinn að mæta í sundlaugina í Garðabæ eftir hvert tónleikaferðalag. Þar sprella strákarnir í rennubrautinni og slaka á í pottinum. Þeir Arnar, Árni, Kristján og Brynjar tóku því ekkert annað í mál en að hitta Ragnhildi Steinunni í heitapottinum í Garðabæ þegar kom að upptökum fyrir Ísþjóðina. Ragnhildur Steinunn segir að það hafi verið töluverð fyrirhöfn að ná hljómsveitinni saman fyrir upptökur á þættinum, enda sé dagskráin hjá hljómsveitinni stíf. "Þau hafa verið á stífu tónleikaferðalagi og öll þeirra mál fara í gegnum umboðsmann. Þau eru greinilega orðin stór og verða líklegast bara stærri," segir Ragnhildur Steinunn. Sé smellt á hlekkinn hér að ofan má sjá þegar sveitin tók King and Lionheart í Poppskúrnum á Vísi í fyrravetur.
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“