Möguleikar fyrir sérþekkingu Íslendinga 20. febrúar 2012 03:30 Samkomulagið undirritað Utanríkisráðherra undirritaði samstarfsyfirlýsingu um samvinnu í orkumálum við japanska sendinefnd sem stödd er hér á landi. Fréttablaðið/Vilhelm Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra undirritaði fyrir helgi yfirlýsingu um víðtækt samstarf Íslands og Japans á sviði jarðhitanýtingar. Japönsk sendinefnd, þar sem meðal annarra eru þingmenn og fulltrúar frá þarlendum fyrirtækjum og stofnunum, er stödd hér á landi til að kynna sér nýtingu jarðhita, en í Japan standa fyrir dyrum miklar breytingar í orkumálum. Fram að hörmungunum sem riðu yfir Japan fyrir rétt tæpu ári síðan var tæpur þriðjungur rafmagnsframleiðslu í landinu háður kjarnorkuverum. Slysið sem varð í Fukushima kjarnorkuverinu eftir náttúruhamfarirnar olli mikilli umhverfisvá sem ekki sér enn fyrir endann á. Ein afleiðing þessa er að Japanir hafa endurskoðað alla sína orkustefnu með það fyrir augum að loka öllum 54 kjarnorkuverum landsins á næstu árum og auka þess í stað hlut endurnýjanlegra orkugjafa. Talsverður hiti er í jörð í Japan, enda er landið á eldfjallaeyju á flekaskilum, og þar hefur jarðhiti verið notaður til raforkuframleiðslu. Í samtali við Fréttablaðið segir Össur hins vegar að áhersla Japana með samkomulaginu sé ekki síst að sækja íslenska sérþekkingu í uppsetningu hitaveitna. „Þó þeir hafi að vissu leyti verið frumkvöðlar í raforkuframleiðslu úr jarðhita hefur sú tækni staðnað hjá þeim, en hér á landi sjá þeir fremstu tækni bæði í raforkuframleiðslu og hitaveitu. Þeir nota jarðhita til að framleiða rafmagn en nota ekki vatnið sem fellur til, sem við notum til að hita um 80% af íslenskum húsum." Fundirnir að þessu sinni snerust einmitt um með hvaða hætti Íslendingar gætu séð Japönum fyrir þekkingu og sérfræðingum. Össur segir markmið Japana einmitt að ráðast í verkefnið eins fljótt og auðið er. Össur segir líklegt að ef af yrði gæti aukin áhersla á hitaveitu Japan ráðið bót á þörf landsins fyrir hreina orku og sparað þjóðarbúinu mikinn gjaldeyri vegna minni innflutnings. Þá hafi Japanir metið það sem svo að með aukinni nýtingu á jarðhitasvæðum sínum gætu þeir framleitt raforku sem jafngildi framleiðslu 23ja af þeim kjarnorkuverum sem til stendur að leggja niður. „Sömuleiðis skapast þarna miklir möguleikar fyrir Ísland og Íslendinga að koma sinni þekkingu á markað." Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu er haft eftir formanni japönsku nefndarinnar að innan japanska þingsins væri „lögð höfuðáhersla á að mæta orkuþörf landsins með nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og þar væri jarðhiti afar mikilvægur".thorgils@frettabladid.is Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra undirritaði fyrir helgi yfirlýsingu um víðtækt samstarf Íslands og Japans á sviði jarðhitanýtingar. Japönsk sendinefnd, þar sem meðal annarra eru þingmenn og fulltrúar frá þarlendum fyrirtækjum og stofnunum, er stödd hér á landi til að kynna sér nýtingu jarðhita, en í Japan standa fyrir dyrum miklar breytingar í orkumálum. Fram að hörmungunum sem riðu yfir Japan fyrir rétt tæpu ári síðan var tæpur þriðjungur rafmagnsframleiðslu í landinu háður kjarnorkuverum. Slysið sem varð í Fukushima kjarnorkuverinu eftir náttúruhamfarirnar olli mikilli umhverfisvá sem ekki sér enn fyrir endann á. Ein afleiðing þessa er að Japanir hafa endurskoðað alla sína orkustefnu með það fyrir augum að loka öllum 54 kjarnorkuverum landsins á næstu árum og auka þess í stað hlut endurnýjanlegra orkugjafa. Talsverður hiti er í jörð í Japan, enda er landið á eldfjallaeyju á flekaskilum, og þar hefur jarðhiti verið notaður til raforkuframleiðslu. Í samtali við Fréttablaðið segir Össur hins vegar að áhersla Japana með samkomulaginu sé ekki síst að sækja íslenska sérþekkingu í uppsetningu hitaveitna. „Þó þeir hafi að vissu leyti verið frumkvöðlar í raforkuframleiðslu úr jarðhita hefur sú tækni staðnað hjá þeim, en hér á landi sjá þeir fremstu tækni bæði í raforkuframleiðslu og hitaveitu. Þeir nota jarðhita til að framleiða rafmagn en nota ekki vatnið sem fellur til, sem við notum til að hita um 80% af íslenskum húsum." Fundirnir að þessu sinni snerust einmitt um með hvaða hætti Íslendingar gætu séð Japönum fyrir þekkingu og sérfræðingum. Össur segir markmið Japana einmitt að ráðast í verkefnið eins fljótt og auðið er. Össur segir líklegt að ef af yrði gæti aukin áhersla á hitaveitu Japan ráðið bót á þörf landsins fyrir hreina orku og sparað þjóðarbúinu mikinn gjaldeyri vegna minni innflutnings. Þá hafi Japanir metið það sem svo að með aukinni nýtingu á jarðhitasvæðum sínum gætu þeir framleitt raforku sem jafngildi framleiðslu 23ja af þeim kjarnorkuverum sem til stendur að leggja niður. „Sömuleiðis skapast þarna miklir möguleikar fyrir Ísland og Íslendinga að koma sinni þekkingu á markað." Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu er haft eftir formanni japönsku nefndarinnar að innan japanska þingsins væri „lögð höfuðáhersla á að mæta orkuþörf landsins með nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og þar væri jarðhiti afar mikilvægur".thorgils@frettabladid.is
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira