Dæmdur fyrir að verða kornabarni að bana - vill endurupptöku málsins Helga Arnardóttir skrifar 20. febrúar 2012 18:28 Maður sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir níu árum fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi, ætlar að fara fram á að mál sitt verði endurupptekið. Hann vísar í álit erlendra sérfæðinga og nýjar rannsóknir. Drengurinn var í daggæslu hjá Sigurði Guðmundssyni og þáverandi konu hans í Kópavogi árið 2001. Síðdegis annan maí missti drengurinn meðvitund á heimili þeirra og lést tveimur dögum síðar. Drengurinn var talinn hafa látist af völdum heilkennis ungbarnahristings eða shaken baby syndrome sem er talið koma til af völdum harkalegs hristings eða ofbeldis. Sigurður og kona hans voru bæði ákærð og grunuð um að hafa valdið dauða drengsins. Hún var sýknuð en Sigurður fékk þriggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir manndráp af gáleysi en refsingin var lækkuð í átján mánuði í Hæstarétti. Sigurður sat inni í heilt ár á Kvíabryggju. Hann hefur aldrei getað sætt sig við málalyktir. „Ég var ásakaður um að gera hluti sem ég gerði ekki, og var dæmdur fyrir það og ég vil fá það leiðrétt," segir Sigurður. Verjandi Sigurðar í málinu hefur sent beiðni til héraðsdóms og óskar eftir dómskvaðningu matsmanna til að meta hvort nýjar rannsóknir og álit sérfræðinga gefi tilefni til að breyta niðurstöðu Hæstarréttar. Ítarlega verður fjallað um málið í Íslandi í dag eftir fréttir. Nánar verður fjallað um málið í Íslandi í dag. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Maður sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir níu árum fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi, ætlar að fara fram á að mál sitt verði endurupptekið. Hann vísar í álit erlendra sérfæðinga og nýjar rannsóknir. Drengurinn var í daggæslu hjá Sigurði Guðmundssyni og þáverandi konu hans í Kópavogi árið 2001. Síðdegis annan maí missti drengurinn meðvitund á heimili þeirra og lést tveimur dögum síðar. Drengurinn var talinn hafa látist af völdum heilkennis ungbarnahristings eða shaken baby syndrome sem er talið koma til af völdum harkalegs hristings eða ofbeldis. Sigurður og kona hans voru bæði ákærð og grunuð um að hafa valdið dauða drengsins. Hún var sýknuð en Sigurður fékk þriggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir manndráp af gáleysi en refsingin var lækkuð í átján mánuði í Hæstarétti. Sigurður sat inni í heilt ár á Kvíabryggju. Hann hefur aldrei getað sætt sig við málalyktir. „Ég var ásakaður um að gera hluti sem ég gerði ekki, og var dæmdur fyrir það og ég vil fá það leiðrétt," segir Sigurður. Verjandi Sigurðar í málinu hefur sent beiðni til héraðsdóms og óskar eftir dómskvaðningu matsmanna til að meta hvort nýjar rannsóknir og álit sérfræðinga gefi tilefni til að breyta niðurstöðu Hæstarréttar. Ítarlega verður fjallað um málið í Íslandi í dag eftir fréttir. Nánar verður fjallað um málið í Íslandi í dag.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira