Lífið

Heidi Klum og Seal skilin

elly@365.is skrifar
myndir/cover media og twitter
Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum, 38 ára, hefur sótt um skilnað við breska söngvarann Seal, 48 ára, eftir sex ára hjónaband.

Allt virtist vera í himnalagi hjá hjónunum sem eiga þrjú börn; Henry, 6 ára, Johan, 5 ára og Lou, 2 ára.

Í meðfylgjandi myndasafni má meðal annars sjá mynd sem Heidi póstaði á Twitter síðuna sína í lok desember 2011 af henni og Seal í góðum gír í skíðabrekku í Aspen, Colorado.

Þau kynntust árið 2004 þegar Heidi gekk með stúlkuna Leni, 7 ára, sem hún á með ítölskum athafnamanni, Flavio Briatore.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.