Sárast að hafa fallið eftir 26 ár edrú 1. mars 2012 15:30 Páll segir sárt að hafa fallið fyrir Bakkusi en er ekki af baki dottinn. Hann óttast ekki að almenningur þori ekki að láta sjá sig á sýningunni þetta árið. Hér er hann með antilópu sem hann veiddi í Suður-Afríku. Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri verður haldin um helgina þrátt fyrir að stofnandinn Páll Reynisson hafi verið handtekinn í fyrra. „Ég er búinn að taka á mínum málum en það sem er sárast fyrir mig er að hafa fallið eftir tæplega 26 ára edrúmennsku," segir Páll Reynisson, stofnandi Veiðisafnsins á Stokkseyri. Veiðisafnið heldur sína árlegu byssusýningu um helgina þrátt fyrir að Páll hafi verið handtekinn í júlí í fyrra eftir að hann hafði skotið af skammbyssum og haft í hótunum við lögreglumenn. „Það mál er í ferli í kerfinu. Ég gerði mistök og þau eru viðurkennd. Það gera allir mistök," segir Páll, spurður út í stöðu mála. „Það var sárt að falla eftir 26 ár fyrir Bakkusi en það skeði og ég gerði mistök og hef beðist afsökunar á því." Páll missti vopnaleyfið tímabundið á meðan mál hans er til meðhöndlunar og þess vegna er það Veiðisafnið og ábyrgðarmenn þess sem halda byssusýninguna í ár en ekki hann sjálfur. Sýningin hefur notið mikilla vinsælda síðan Veiðisafnið var opnað árið 2004. Safnið sjálft hefur einnig verið vel sótt. Flestir komu þangað árið 2009, eða tæplega tíu þúsund manns. Aðspurður segist Páll ekki óttast að almenningur þori ekki að láta sjá sig þetta árið. „Þó að þetta hafi skeð þá vita þeir sem til þekkja að kallinn er alveg í lagi. Ég vil þakka fyrir þann stuðning og skilning sem ég hef fengið í þessu máli, hann hefur verið ótrúlegur og hefur komið mér á óvart."Páll ætlar að halda áfram að veiða um leið og hann fær vopnaleyfið aftur.Byssusýningin verður haldin á laugardag og sunnudag frá kl. 11 til 18 í samvinnu við verslunina Vesturröst. Þar verða haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar og fleira til sýnis. „Þessi sýning er aldrei eins, það er það skemmtilega við hana. Ég held að þessar föstu sýningar Veiðisafnsins hafi ýtt undir það að menn haldi byssusýningar. Það hefur orðið vakning í þessu, sérstaklega fyrir norðan og austan." Páll er mikill veiðimaður og er með mörg uppstoppuð dýr í Veiðisafninu. Yfir tveggja metra hár strútur, sem er sá eini á landinu, er væntanlegur á safnið í byrjun sumars, auk krókódíla, fjögurra antilópa og móts af risastórum nashyrningi sem er enn þá lifandi. Þessi dýr veiddi hann í Suður-Afríku rétt undir áramótin 2010.Páll við krókódíl sem hann veiddi.Páll segist hvergi nærri hættur að veiða og ætlar að halda því áfram um leið og hann fær vopnaleyfið aftur. „Maður heldur ótrauður áfram þótt maður detti í stiganum. Við erum öll mannleg." freyr@frettabladid.is Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Sjá meira
Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri verður haldin um helgina þrátt fyrir að stofnandinn Páll Reynisson hafi verið handtekinn í fyrra. „Ég er búinn að taka á mínum málum en það sem er sárast fyrir mig er að hafa fallið eftir tæplega 26 ára edrúmennsku," segir Páll Reynisson, stofnandi Veiðisafnsins á Stokkseyri. Veiðisafnið heldur sína árlegu byssusýningu um helgina þrátt fyrir að Páll hafi verið handtekinn í júlí í fyrra eftir að hann hafði skotið af skammbyssum og haft í hótunum við lögreglumenn. „Það mál er í ferli í kerfinu. Ég gerði mistök og þau eru viðurkennd. Það gera allir mistök," segir Páll, spurður út í stöðu mála. „Það var sárt að falla eftir 26 ár fyrir Bakkusi en það skeði og ég gerði mistök og hef beðist afsökunar á því." Páll missti vopnaleyfið tímabundið á meðan mál hans er til meðhöndlunar og þess vegna er það Veiðisafnið og ábyrgðarmenn þess sem halda byssusýninguna í ár en ekki hann sjálfur. Sýningin hefur notið mikilla vinsælda síðan Veiðisafnið var opnað árið 2004. Safnið sjálft hefur einnig verið vel sótt. Flestir komu þangað árið 2009, eða tæplega tíu þúsund manns. Aðspurður segist Páll ekki óttast að almenningur þori ekki að láta sjá sig þetta árið. „Þó að þetta hafi skeð þá vita þeir sem til þekkja að kallinn er alveg í lagi. Ég vil þakka fyrir þann stuðning og skilning sem ég hef fengið í þessu máli, hann hefur verið ótrúlegur og hefur komið mér á óvart."Páll ætlar að halda áfram að veiða um leið og hann fær vopnaleyfið aftur.Byssusýningin verður haldin á laugardag og sunnudag frá kl. 11 til 18 í samvinnu við verslunina Vesturröst. Þar verða haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar og fleira til sýnis. „Þessi sýning er aldrei eins, það er það skemmtilega við hana. Ég held að þessar föstu sýningar Veiðisafnsins hafi ýtt undir það að menn haldi byssusýningar. Það hefur orðið vakning í þessu, sérstaklega fyrir norðan og austan." Páll er mikill veiðimaður og er með mörg uppstoppuð dýr í Veiðisafninu. Yfir tveggja metra hár strútur, sem er sá eini á landinu, er væntanlegur á safnið í byrjun sumars, auk krókódíla, fjögurra antilópa og móts af risastórum nashyrningi sem er enn þá lifandi. Þessi dýr veiddi hann í Suður-Afríku rétt undir áramótin 2010.Páll við krókódíl sem hann veiddi.Páll segist hvergi nærri hættur að veiða og ætlar að halda því áfram um leið og hann fær vopnaleyfið aftur. „Maður heldur ótrauður áfram þótt maður detti í stiganum. Við erum öll mannleg." freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Sjá meira