Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla-Hrauni síðastliðinn mánudag, verður yfirheyrður á Selfoss í dag. Rannsókn lögreglu á ferðum Matthíasar Mána síðustu sex sólarhringa stendur enn yfir.
Eins og áður hefur komið fram gaf Matthías Máni sig fram við ábúendur á Ásólfsstöðum, efst í Þjórsárdal, snemma í morgun. Var hann vopnaður riffli, hnífum og öxi.
Maðurinn sem skráður er fyrir rifflinum hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglunni.
Þá hefur Margrét Frímansdóttir, fangelsisstjóri á Litla-Hrauni, staðfesti að Matthías Máni verði hafður í einangrun fram yfir jól og áramót eða í tvær viku.