Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana SV skrifar 10. október 2012 00:00 Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. Þetta kemur fram í fyrsta hluta úttektar Fréttablaðsins á aðbúnaði geðsjúkra á Íslandi. Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs LSH, segir nauðsynlegt að komið verði sem fyrst á fót sérstakri geðgjörgæsludeild fyrir allra veikasta fólkið, bæði til að standa vörð um virðingu þess þegar aðrir sjúklingar fá heimsóknir og til að athygli starfsfólks dreifist jafnar á sjúklingana. Þá kemur einnig fyrir að árásargjörnum einstaklingum sé sinnt í sama rými og eldra fólki eða mæðrum með ung börn og því segir Páll brýnt öryggisatriði að stuðla að frekari aðskilnaði inni á deildunum. Páll segir margt gagnrýnivert við aðbúnaðinn á Hringbraut. „Aðbúnaðurinn hér er ekki eins góður og við viljum, það er heila málið," segir hann og bætir við að skortur á sértækum úrræðum fyrir allra veikustu sjúklingana sé mest aðkallandi. Ný geðgjörgæsludeild mundi koma til móts við þá. Framkvæmdir vegna breytinganna standa til á næstu mánuðum ef allt gengur að óskum, en stjórnvöld hafa ekki verið beðin formlega um fjárveitingu. Framkvæmdirnar munu kosta um 120 milljónir króna og býst Páll við að þurfa að biðla til almennings að hluta um fjármagn. Einni legudeild hússins verður þá breytt, en með því mun rúmum fækka lítið eitt og meðallegutími sennilega lengjast. Bráðaþætti geðþjónustu LSH er sinnt við Hringbraut og sinnir geðsviðið allri sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu fyrir geðsjúka í landinu. Rúmlega 5.600 einstaklingar voru þjónustaðir þar árið 2011 og af þeim lágu um 1.200 manns inni um skeið. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. Þetta kemur fram í fyrsta hluta úttektar Fréttablaðsins á aðbúnaði geðsjúkra á Íslandi. Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs LSH, segir nauðsynlegt að komið verði sem fyrst á fót sérstakri geðgjörgæsludeild fyrir allra veikasta fólkið, bæði til að standa vörð um virðingu þess þegar aðrir sjúklingar fá heimsóknir og til að athygli starfsfólks dreifist jafnar á sjúklingana. Þá kemur einnig fyrir að árásargjörnum einstaklingum sé sinnt í sama rými og eldra fólki eða mæðrum með ung börn og því segir Páll brýnt öryggisatriði að stuðla að frekari aðskilnaði inni á deildunum. Páll segir margt gagnrýnivert við aðbúnaðinn á Hringbraut. „Aðbúnaðurinn hér er ekki eins góður og við viljum, það er heila málið," segir hann og bætir við að skortur á sértækum úrræðum fyrir allra veikustu sjúklingana sé mest aðkallandi. Ný geðgjörgæsludeild mundi koma til móts við þá. Framkvæmdir vegna breytinganna standa til á næstu mánuðum ef allt gengur að óskum, en stjórnvöld hafa ekki verið beðin formlega um fjárveitingu. Framkvæmdirnar munu kosta um 120 milljónir króna og býst Páll við að þurfa að biðla til almennings að hluta um fjármagn. Einni legudeild hússins verður þá breytt, en með því mun rúmum fækka lítið eitt og meðallegutími sennilega lengjast. Bráðaþætti geðþjónustu LSH er sinnt við Hringbraut og sinnir geðsviðið allri sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu fyrir geðsjúka í landinu. Rúmlega 5.600 einstaklingar voru þjónustaðir þar árið 2011 og af þeim lágu um 1.200 manns inni um skeið.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira