ESB stjórnar ekki 25. ágúst 2012 12:30 Rokkararnir í Jet Black Joe fagna tuttugu ára afmæli sínu 31. ágúst. „Við höfum enn þá mjög gaman af þessu," segir Gunnar Bjarni, gítarleikari Jet Black Joe. Rokksveitin fagnar tuttugu ára afmæli sínu með tónleikum í Íslensku óperunni (Gamla bíói) 31. ágúst. „Hugmyndin með því að spila í Gamla bíói er að þangað kemur frekar fólk sem er ekki að fara mikið á skemmtistaði eða böll. Þetta er kannski aðeins annar markhópur," segir Gunnar Bjarni. „Fólkið sem hlustar á okkur virðist spanna tvær til þrjár kynslóðir sem grípa annaðhvort í endann eða upphafið á þessu." Flutt verða öll bestu lög Jet Black Joe ásamt nýju efni sem er væntanlegt á safnplötu sem kemur út í október. Gunnar Bjarni lofar hörkustemningu. Sveitin er í góðu formi enda hefur hún spilað víða að undanförnu, meðal annars á Ísafirði, Hvammstanga, í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Jet Black Joe hefur tvisvar sinnum fengið sjötíu þúsund króna sekt fyrir að spila of hátt en Gunnar Bjarni segist ekki ætla að láta reglugerðavirki ESB stjórna því hversu hátt rokktónlist sé spiluð. „Þeir sem eru með mjög viðkvæma heyrn geta bara mætt með eyrnatappa og fengið sérhönnuð sæti með öryggisbeltum í Gamla bíói." Miðaverð á tónleikana er 3.900 kr. og að sögn Gunnars Bjarna eru örfáir miðar eftir. - fb Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Við höfum enn þá mjög gaman af þessu," segir Gunnar Bjarni, gítarleikari Jet Black Joe. Rokksveitin fagnar tuttugu ára afmæli sínu með tónleikum í Íslensku óperunni (Gamla bíói) 31. ágúst. „Hugmyndin með því að spila í Gamla bíói er að þangað kemur frekar fólk sem er ekki að fara mikið á skemmtistaði eða böll. Þetta er kannski aðeins annar markhópur," segir Gunnar Bjarni. „Fólkið sem hlustar á okkur virðist spanna tvær til þrjár kynslóðir sem grípa annaðhvort í endann eða upphafið á þessu." Flutt verða öll bestu lög Jet Black Joe ásamt nýju efni sem er væntanlegt á safnplötu sem kemur út í október. Gunnar Bjarni lofar hörkustemningu. Sveitin er í góðu formi enda hefur hún spilað víða að undanförnu, meðal annars á Ísafirði, Hvammstanga, í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Jet Black Joe hefur tvisvar sinnum fengið sjötíu þúsund króna sekt fyrir að spila of hátt en Gunnar Bjarni segist ekki ætla að láta reglugerðavirki ESB stjórna því hversu hátt rokktónlist sé spiluð. „Þeir sem eru með mjög viðkvæma heyrn geta bara mætt með eyrnatappa og fengið sérhönnuð sæti með öryggisbeltum í Gamla bíói." Miðaverð á tónleikana er 3.900 kr. og að sögn Gunnars Bjarna eru örfáir miðar eftir. - fb
Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira