Enski boltinn

PSG vill Alex sem hafnaði QPR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex í leik með Chelsea.
Alex í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Leonardo, framkvæmdarstjóri Paris Saint-Germain, hefur staðfest að félagið hafi áhuga á varnarmanninnum Alex sem er á leið frá Chelsea.

QPR hafði lagt fram tilboð í Alex sem Chelsea samþykkti en ekkert verður af félagaskiptunum þar sem launakröfur Brasilíumannsins þóttu of háar.

Alex er 29 ára gamall en hann hefur lítið fengið að spila með Chelsea. Í haust var hann svo settur á sölulista.

Carlo Ancelotti er stjóri PSG og þekkir Alex vel enda þjálfaði hann Chelsea í skamman tíma árið 2009. Leonardo var spurður um málið af frönskum fjölmiðlum og fleiri leikmenn sem hafa verið orðaðir við PSG.

„Kaka? Nei, það er ekkert hæft í því. Leandro Damiao? Hann fer ekki í þessum félagaskiptaglugga. Thiago Motta og Alex? Það er mögulegt að þessir komi en það er ekkert frágengið," sagði Leonardo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×