Dæmi um að geðfatlaður hafi tekið smálán upp á aðra milljón Hugrún Halldórsdóttir skrifar 13. október 2012 19:05 Skuldir vegna smálána sliga sífellt fleiri einstaklinga sem leggjast inn á Klepp. Dæmi eru um að sjúklingar hafi tekið skammtímalán upp á eina og hálfa milljónir króna. Margir eiga í erfiðleikum með að hætta að taka lánin segir félagsráðgjafi. Anna Guðrún Halldórsdóttir félagsráðgjafi á Kleppi segir sjúklingana eiga það sameiginlegt að hafa lítið á milli handanna og vera á örorku eða félagsbótum. Þeir eigi jafnvel ekki kost á því að fá lán á sama hátt og aðrir, því nýti þeir sér skyndilánin sem í boði eru. „Það er náttúrulega ótrúlega leiðinlegt að þetta sé eina leiðin fyrir þetta fólk til þess að fá auka ráðstöfunartekjur til að ná að lifa út mánuðinn," segir Anna Guðrún. „Ég hef séð dæmi um það að fólk er með smálán hjá jafnvel öllum 5 fyrirtækjunum og kannski 3 lán hjá hverju fyrirtæki og þá er skuldin kannski komin upp í að ganga 300 þúsund hjá hverju fyrirtæki fyrir sig." Þegar svo er komið verður erfitt að semja um mánaðarlegar afborganir og hafa sjúklingarnir þá áhyggjur af því að smálánafyrirtækin geti farið inn á reikninga þeirra og sótt þann litla pening sem þar er fyrir. „Þau eru í miklum kvíða og hafa miklar áhyggjur af því hvernig þau geta snúið sér í því að borga þetta niður og þá leita þeir til okkar," segir Anna Guðrún. Þá eiga margir sjúklingar erfitt með að hætta að taka smálán. „Af því að ég geri kröfu um það að fólk hætti að taka lánin til þess að það sé hægt að vinna úr þeirra vandamálum. Fólk hikar oft við það, af því að það sér þetta sem einu leiðina til þess að borga niður þau lán sem það hefur fyrir," segir Anna Guðrún og bætir við að það sé mikilvægt að herða reglur um starfsemi smálánafyrirtækjanna. „Það þarf að gera harðari skilmála hjá lánafyrirtækjunum um það hverjir mega taka lánin og passa bara betur upp á þá einstaklingar í þjóðfélaginu sem minna mega sín," segir hún að lokum. Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Skuldir vegna smálána sliga sífellt fleiri einstaklinga sem leggjast inn á Klepp. Dæmi eru um að sjúklingar hafi tekið skammtímalán upp á eina og hálfa milljónir króna. Margir eiga í erfiðleikum með að hætta að taka lánin segir félagsráðgjafi. Anna Guðrún Halldórsdóttir félagsráðgjafi á Kleppi segir sjúklingana eiga það sameiginlegt að hafa lítið á milli handanna og vera á örorku eða félagsbótum. Þeir eigi jafnvel ekki kost á því að fá lán á sama hátt og aðrir, því nýti þeir sér skyndilánin sem í boði eru. „Það er náttúrulega ótrúlega leiðinlegt að þetta sé eina leiðin fyrir þetta fólk til þess að fá auka ráðstöfunartekjur til að ná að lifa út mánuðinn," segir Anna Guðrún. „Ég hef séð dæmi um það að fólk er með smálán hjá jafnvel öllum 5 fyrirtækjunum og kannski 3 lán hjá hverju fyrirtæki og þá er skuldin kannski komin upp í að ganga 300 þúsund hjá hverju fyrirtæki fyrir sig." Þegar svo er komið verður erfitt að semja um mánaðarlegar afborganir og hafa sjúklingarnir þá áhyggjur af því að smálánafyrirtækin geti farið inn á reikninga þeirra og sótt þann litla pening sem þar er fyrir. „Þau eru í miklum kvíða og hafa miklar áhyggjur af því hvernig þau geta snúið sér í því að borga þetta niður og þá leita þeir til okkar," segir Anna Guðrún. Þá eiga margir sjúklingar erfitt með að hætta að taka smálán. „Af því að ég geri kröfu um það að fólk hætti að taka lánin til þess að það sé hægt að vinna úr þeirra vandamálum. Fólk hikar oft við það, af því að það sér þetta sem einu leiðina til þess að borga niður þau lán sem það hefur fyrir," segir Anna Guðrún og bætir við að það sé mikilvægt að herða reglur um starfsemi smálánafyrirtækjanna. „Það þarf að gera harðari skilmála hjá lánafyrirtækjunum um það hverjir mega taka lánin og passa bara betur upp á þá einstaklingar í þjóðfélaginu sem minna mega sín," segir hún að lokum.
Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira