Innlent

Skíðasvæði víða opin

Opið er í Hlíðarfjalli, Bláfjöllum og Skálafelli í dag. Í Hlíðarfjalli er opið til klukkan fjögur en í Bláfjöllum og Skálafelli til klukkan fimm. Gott skíðaveður er á öllum svæðunum, heiðskýrt og hitastig í kringum mínus tvær nema í Skálafelli þar sem er rétt undir frostmarki. Þeir sem eiga eftir að fara í messu yfir páskana geta slegið tvær flugur í einu höggi því hin árlega páskamessa verður haldin við Bláfjallaskála klukkan eitt þar sem séra Pálmi Matthíasson messar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×