Innlent

Elín býður sig ekki fram

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Elín Hirst hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta.
Elín Hirst hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta.
Elín Hirst fjölmiðlakona hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta Íslands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Elín sendi fjölmiðlum fyrir stundu. Þar segir að hún hafi á undanförnum vikum hugleitt framboð og margir hafi hvatt hana til slíks.

„Ég hef hins vegar ákveðið að bjóða mig ekki fram að þessu sinni. Mig langar til að nota þetta tækifæri til að þakka þeim innilega sem hafa viljað styðja mig, vinna fyrir mig og greiða götu mína í tengslum við hugsanlegt forsetaframboð," segir Elín. Hún segir að áhugi sinn á að beina kröftum mínum í þágu bætts samfélags var hvatinn að því að hún hafi hugleitt forsetaframboð. Sá áhugi sé óbreyttur þrátt fyrir að það verði með öðrum hætti en í gegnum forsetaembættið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×